Kojima að kynna PS3 only leik á Tokyo Game Show í September?

Orðrómar ganga núna um netið og síðast á CVG síðunni að Hideo Kojima aðalhönnuður Metal Gear Solid seríunnar sé að undirbúa sig undir að kynna leik á Toky Game Show í September á þessu ári sem mun eingöngu koma út á PS3.

Á ný afstaðni E3 kynningu var þeim sagt að Kojima myndi kynna risaleik á sýningunni sem yrði gefin út af Konami Productions í Japan. Kojima hafði áhuga að sýna leikinn á E3 í ár en ákvað að eyða sumrinu í fínpússun á demóinu til að tryggja að það yrði þétt.

Kojima var í London í vikunni útaf útgáfu Metal Gear Solid: Peacewalker fyrir PSP.

Heimild: CVG.