Call of Duty, Rolling Stones og uppvakningar

Glænýtt myndbrot var að koma út frá Treyarch sem auglýsir fyrsta DLC pakkann fyrir CoD:BO. Í pakkanum eru mjög fá brot frá öllum borðum leiksins og einnig fyrstu upplýsingarnar um zombie borðið. Það sést mjög lítið frá borðinu sjálfu þannig að þið sem eruð óþolinmóð þurfið bara að bíða lengur eftir zombie skammtinum ykkar. Eins og flestir vita þá kemur pakkinn ekki á Ps3 fyrr en 1. mars, en 1.febrúar á xbox360. Pakkinn mun kosta 15$ sem jafngildir 1756,- íslenskum  krónum(skv. núverandi gengi). Myndbrotið er hér fyrir neðan.