Valve tilkynnir Steam fídusa á PS3

Valve sendi út fréttatilkynningu í dag þar sem farið er út í nákvæmlega hvaða Steam fídusar munu vera til staðar með útgáfu Portal 2 á PS3.

Margir muna kannski eftir því þegar Gabe Newell steig á svið á svið á Sony ráðstefnunni á E3 í fyrra. Þar tilkynnti hann Portal 2 og minntist á að Valve væri að vinna að því að koma Steam fídusum á PS3 í gegnum Portal 2. Síðan höfum við ekkert heyrt um nákvæmlega hvað þessi óljósa tilkynning þýddi.

Þegar þú spilar PS3 útgáfuna af Portal 2 mun þér standa til boða viðmót ekki ósvipað því sem að nntendur Steam á PC eru vanir. Þar getur þú skráð þig inn á Steam reikninginn þinn og þar munt þú hafa aðgang að vinalistanum á Steam. Steam achievements kerfið og PS3 trophies kerfið mun vera samhæft og þú getur einnig vastað árangurinn á PS3 eða Steam og hlaðið upp í skýið og haldið áfram á hinum staðnum.

Eins og áður hefur komið fram mun fylgja PS3 útgáfunni af Portal 2, kóði sem hægt verður að nota til að niðurhala leiknum á Steam.

Það er ljóst að PS3 úgáfan verður sú útgáfa sem hefur hvað mesta gildið. Persónulega get ég ekki beðið eftir að koma höndum yfir Portal 2 og það verður gaman að sjá hvernig tekst til með Steam viðmótið á PS3. Fyrir þá sem að spila bæði á PS3 og PC er þetta kærkomin viðbót og sparar manni þann hausverk að ákveða hvaða útgáfu skal kaupa.

[youtube wX9Sc88qreg]

Valve menn virðast vera að leggja mikinn metnað í að sýna PS3 eigendum að þeir taki þann markað alvarlega og ef að þetta virkar sem skyldi fer það langa leið með að bæta fyrir hræðilega illa gerða útgáfu af Orange Box á PS3 um árið.  Maður getur ekki annað hugsað hvort að þetta sé aðeins byrjunin. Það væri nú ekki amarlegt ef að fleiri titlar myndu nú styðja svona hreyfanleika á milli tölva.

Maður getur látið sig dreyma.

One comment

  1. Arnar Vilhjálmur /

    úff, maður er bara orðinn spenntur. Man svo einstaklega vel eftir því þegar Gabe kom á sviðið á E3, ætlaði ekki að trúa því hversu massífur maðurinn var 😛 en það sem hann sagði þann dag var brennt inn í minnið mitt og ég hef beðið spenntur eftir þessu alveg síðan þá. Þetta verður snilld!