PSN: Sony lokar tímabundið fyrir endurheimtingu lykilorða í gegnum póst

Sony tilkynnti í dag að þeir fundu smugu fyrir tölvuþrjóta og annan óþverralýð að misnota möguleikann til þess að endurheimta lykilorð á PSN.

Sony bauð fólki upp á þann möguleika að endurheimta lykilorð í gegnum heimasíðu þeirra, fyrir það fólk sem ekki hefur lengur aðgang að þeirri PS3 sem að reikningarnir voru stofnaðir á. Upp komst um smugu sem að leyfði mönnum að endurheimta lykilorð að PSN reikningum með því aðeins að vita netfang og fæðingardag viðkomandi. Að sjálfsögðu er það hluti af upplýsingunum sem að láku út þegar brotist var inn á netþjóna þeirra þannig að tímabundið hefur Sony lokað fyrir þennan möguleika.

Sony hafa tilkynnt að búið sé að laga þetta vandamál og að fljótlega verði fólki leyft að endurheimta lykilorðin.

Orðrómur gekk um í dag um það að tölvuþrjótar hefðu komist á netþjóna þeirra aftur en í færslu á PlayStation blogginu neitar Patrick Seybold því og kennir um smugu þar sem hægt var að breyta slóðinni, sem að notuð er til að endurheimta aðgang að PSN, og komast þannig í lykilorð annarra notenda.

Nú er ég að velta því fyrir mér hvort að þetta sé sama aðferð og einhverjir notendur hér á PSX notuðu til að komast framhjá galla kerfinu sem að kom í veg fyrir að PSN reikningar frá löndum sem að ekki hafa aðgang að PlayStation búðinni næðu að endurheimta aðganga að PSN. Ef svo er vona ég að Sony lagi þennan galla sem fyrst svo að við sem að eigum eftir að endurheimta lykilorðið komumst nú einhverntíman á PSN.

6 comments

 1. arnar /

  er ekki önnur leið til að breytta passwordinu eða þarf ég að bíða þánga til síðan kemur aftur upp

 2. Daði Sveinsson /

  Hefur einhverjum tekist að breyta passwordinu gegnum síðuna enn? Fæ alltaf að serverinn sé niðri vegna viðhalds.

 3. lolman5 /

  eg er með 456 tophies og er i 9 prstg i black ops og 9 prstg i mw 2 pls hjalpið mer aðvi eg er að dea !

 4. lárus /

  djö er sony að sucka ætti maður eigi bara ekki eftir að fá sér xbox360

 5. pétur /

  ekkert að frétta með þessa bilun hjá þeim þetta er en í vesseno hjá mér

 6. Gummi /

  Væri frábært ef einhver gæti update-að mann með stöðuna á þessu? Er með 1000 trophya account á hold sem mig langar eiginilega að fá að nota aftur