Deus Ex: Human Revolution

Árið 2000 kom fyrsti Deus Ex leikurinn út og í honum fór leikmaðurinn með hlutverki JC Denton: Tæknilega ofurmannlegum útsendara UNATCO sem barðist gegn ógnum NSF í New York borg árið 2050. Fljótlega fór leikurinn yfir á svæði samsæranna og náði sagan dýpra en nokkurn hefði grunað. Í ellefu ár núna hefur leikurinn ekki aðeins fengið einróma lof, heldur er oft til sýningar þegar kemur að því besta sem bransinn hefur að bjóða. Þremur árum seinna kom framhaldið út, Deus Ex: Invisible War, en hann gerðist tuttugu árum eftir fyrsta leikinn og fylgdi Alex D: Nýnema í Tarsus háskólanum, en með hverjum hann stóð var auðveldlega hægt að breyta. Leikurinn fylgdi því að samanblanda af öllum þremur endunum úr fyrsta leiknum gerðust og var heimurinn að jafna sig eftir atburð sem kallaðist einfaldlega:The Collapse. Þrátt fyrir velgengni leiksins, var Invisible War ekki hrósað eins vel og forvera sínum og kvörtuðu margir yfir því að leikurinn hefði verið gerður „heimskari“. Nú, átta árum síðar, hefur Eidos Montreal tekið við seríunni og fært okkur þriðja leikinn, Deus Ex: Human Revolution; hefur Eidos endurlífgað virta seríu eða ýtt frekar undir hrun hennar?

Árið er 2027 og eru tæknilegar mennskar-viðbætur núverandi þróun mannsins, en þrátt fyrir óendanlega möguleika þeirra eru ennþá þeir sem eru á móti slíkum viðbætum og trúa eingöngu á heilagleika mennska líkamans, „eins og Guð skapaði hann“. Leikmaðurinn fer með hlutverki Adam Jensens, yfirmaður í öryggismálum hjá Sarif Industries; stærsti framleiðandinn í mennskum-viðbætum, sem er ennþá starfandi. Einn daginn er ráðist inn í rannsóknarstofur fyrirtækisins og er Jensen sendur til að kanna málið, en við nánari skoðun er þetta ein heljarinnar árás og er lið frammúrskarandi vísindamanna drepnir ásamt því að Jensen er skilinn eftir nær dauða en lífi. Sex mánuðum síðar er hann sendur aftur til starfa, en til að halda honum á lífi var mest allur líkami hans tæknivæddur. Adam byrjar á því að rannsaka gíslatöku í einni verksmiðju Sarif Industries en sagan mun fara með leikmanninn á ferðalag um heiminn og, í takt við forvera sína, verða samsærin ófá.

Leikurinn spilast sem fyrstu-persónu skotleikur, en á móti því er stór RPG hluti breytir því hvernig hver leikmaður spilar. Svipað og í fyrsta leiknum færðu ‘experience points’ fyrir að klára verkefni, bæði mikilvæg og lítilsverð, finna falda staði eða útrýma óvinum. Ólíkt fyrsta leiknum hins vegar safnast þessi ‘experience points’ upp og þegar þau ná vissu marki fær leikmaðurinn eitt ‘praxis point’ sem hann notar síðan til að uppfæra Adam eins og honum sýnist. Þar sem að örtækni er ekki ennþá komin í umferð árið 2027 er ekki lengur hægt að sérhæfa sig í vissu sviði eins ítarlega og er það gert eingöngu í gegnum uppfærslurnar sem eru í boði. Þú getur t.d. uppfært augun hans svo hægt sé að sjá í gegnum veggi; uppfært „húðina“ svo hann geti orðið ósýnilegur í smá tíma; eða uppfært fótleggina svo hann hljóti engan skaða af háum föllum. Það er samt vert að nefna að Adam er ekki ódrepandi og munu aðeins nokkur skot fella hann, þannig leikurinn getur orðið býsna erfiður á köflum (ef leikmaðurinn kemur sér í þannig aðstæður) og sérstaklega í ‘boss battles’.
Birgða geymsla leiksins ætti að vera kunnuleg fyrir flestum, en hún notast við reiti og tekur hver hlutur ákveðið magn af reitum. Í þetta skiptið hins vegar þarf leikmaðurinn ekki að raða svo allt passi, heldur gerir leikurinn það fyrir þig.

Annar mikilvægur þáttur leiksins er ‘hacking’ kerfið en það lýsir sér þannig að leikmaðurinn þarf að taka yfir tengipunkta sem leiða að lokum að hlutaskrá tækisins. Það eru þrjár tegundir af tengupunktum: Möppur; tómir tengipunktar sem þjóna aðeins þeim tilgangi að koma þér áfram. A-P-I; geta hægt á kerfinu með ‘spammi’ eða flýtt fyrir töku tengipunkts. Datastore: fullar möppur sem innihalda annaðhvort ‘experience points’ eða hjálplega vírusa. Þú byrjar á svokölluðu ‘I-O port’i og þaðan þarftu að taka yfir tengipunktana; en á milli þeirra eru brýr og  eftir því hvert örin á brúnni bendir tekurðu yfir tengipunkt. Við hverja töku á tengipunkt er möguleiki á að kerfið fatti af nærveru þinni og reynir að henda þér út. Þá hefurðu, eftir því hve hátt öryggið er, ákveðinn tíma til að klára ‘hack’ið, en ef tíminn rennur út er þér hent út úr kerfinu og læsist það í hálfa mínútu; oftast fer einnig viðvörunnarkerfi í gang sem kallar á aukinn liðsauka. Ef ‘hacki’ er hins vegar náð getur það gefið leikmanninum aðgang að ’email’um eða möguleika á að slökkva á myndavélum eða fá bæði vélmenni og skotturna til að snúast gegn óvinum þínum. Auðvitað er hægt að komast framhjá öllu þessu ef leikmaðurinn finnur rétta kóðann fyrir rétta hurð/tölvu. Í gegnum leikinn finnast svokallaðar e-bækur sem geta bæði frætt leikmanninn um heiminn árið 2027 eða upplýst hann um hjálplega leið til að tækla ákveða aðstæðu, einnig finnast oft hurða/tölvu kóðar svona.

Heimur Deus Ex: HR er hreint út sagt magnaður og tekur ekki langa stund að draga leikmanninn inn. Þegar að þú ráfar um glundroðnar götur Detroit eða litríku stræti Hengsha er ekki annað hægt en að dást að leiknum. Tónlistin eftir Michael McCann er ótrúlega hrífandi og eykur aðeins undir hið þvílíka andrúmsloft sem býr í leiknum. Á móti því kemur gullfallega ‘in-game’ grafíkin með glæsilega lýsingu og áferð. Hins vegar er hún ekki gallalaus enda getur komið fyrir að skjárinn ‘rifni’ við og við og er vara-samstillingin ekki sú besta. Einnig sikk sakka CG auglýsingarnar í leiknum og innihalda oftast falleg umhverfi, en forljót karakter módel.

Deus Ex: Human Revolution er án efa besti leikur sem undirritaður hefur spilað hingað til á árinu eða jafnvel síðastliðin ár. Það er ekkert leyndarmál að fyrsti leikurinn er einn af mínum uppáhalds, en sá þriðji ekki aðeins jafnar bæði gæði og spilanleika hans, heldur fer jafnvel fram úr honum. Þetta er leikur sem reynir á bæði hæfni og siðferði leikmannsins og býður upp á áhugaverðar en krefjandi deilur þar sem lausnin er ekki alltaf svo auðveld. Þetta er endurlífgunin sem Deus Ex átti skilið.

Lokaeinkun:

9.5/10

5 comments

 1. Stefán /

  Virkilega vel skrifað hjá þér.

  Er sjálfur búinn að vera svakalega spenntur fyrir honum síðan ég spilaði fyrsta leikinn og sá trailerinn.

  Hann verður must buy.

 2. Joi_Gudni /

  Þessi gagrýni hljómar eins og hún hafi verið þýdd í google translate..
  Annars þá langar mig geggjað í þennan leik 🙂

 3. Bumbuliuz /

  Frábær leikur sem er auðvellt að mæla með fyrir fólk. Fín gagnrýni á leiknum annars að mestu og gaman að rekast á fleiri Dx aðdáendur 🙂

 4. nautakjot /

  @Joi_Gudni

  Ég veit ekki hvort ég á að taka þessu sem hrósi eða ekki 😉

  @Bumbuliuz

  Núna þarf maður bara að fara að harka aftur í gegnum Invisible War; eftir eitt, tvö ‘playthrough’ í HR aftur, auðvitað 😀

 5. Flott grein og algerlega spoiler free!
  Hlakka mikið til að spila þennan!