Beyond Two Souls skartar 2 manna spilun og spjaldtölvu og síma tengingu

beyond_two_souls.0_cinema_720.0

Það var kynnt á Gamescom í Þýskalandi í dag að Beyond: Two Souls mun hafa „Dual Mode“ sem leyfir öðrum leikmanni að taka stjórn draugsins Aiden, og mun síðan leyfa stjórnun leiksins í gegnum spjaldtölvur og farsímum.

David Cage hönnuður leiksins sýndi Dual Mode á kynningu leiksins. Í einmennings spilun leiksins geta leikmenn skipt á milli að stjórna aðalpersónu leiksins Jodie og draugsins sem er tengdur henni Aiden. Í Dual Mode er ýtt á þrýhyrnings takkan á Dualshock 3 fjarstýringunni og leyfir það leikmanni tvö að stjórna Aiden. Þessi leikmöguleiki leyfir ekki co-op spilun heldur skiptast leikmenn á að stjórna.

Þessi spilun kom út frá því að sögn Cage, eftir að hann sá marga spila Heavy Rain með öðrum leikmanni á öxl sinni að stjórna spilunni. Með Dual Mode þá getur seinni leikmaðurinn orðið hluti af spilun leiksins og hvernig hann kemur út.

Leikurinn mun einnig leyfa leikmönnum að spila allan leikinn með iOS eða Android síma eða spjaldtölvu sem stjórntæki. Þessi spilun kallast „Beyond Touch“ og leyfir leikmönnum að sækja app á tæki að þeirra vali og framkvæma allar aðgerðir leiksins á snertiskjá tækisins. Það verður einnig hægt að svissa yfir stjórnun á Aiden í Dual Mode.

Beyond Two Souls kemur út 11. Október í Evrópu fyrir PlayStation 3.