Evolution Studios ræða PS+ útgáfu Driveclub

ab3

Evolution Studios eru byrjaðir að ræða hvað PlayStation Plus útgáfan af bílaleiknum Driveclub á leiknum á PS4 mun innihalda.

Hægt verður að ná Platinum Trophy í leiknum með þeirri útgáfu og síðan verður hægt að uppfæra Plus útgáfuna uppí fulla útgáfu á lægra verði enn að kaupa hann beint út úr búð.

Að sögn Paul Rustchynsky hönnunarstjóra á NeoGAF vefnum þá mun leikurinn verða fáanlegur vel inní næsta ári og mun uppfærslu verðið vera gefið út eftir nokkrar vikur.

„Þegar að þú uppfærir frá PS+ útgáfunni og færð þér stafrænu útgáfuna á PSN búðinni þá þarf ekki lengur PS+ áskrift til að spila leikinn“. Þegar að var rætt trophy’s í leiknum þá er hægt að ná Platinum bikarnum með PS+ útgáfunni, það þarf bara að hafa í huga að leikurinn er með færri brautir og bíla.

Hvorug útgáfan af leiknum mun styðja tveggja manna spilun á sama skjá að sögn Rustchynsky. Fyrirtækið er að vinna að ljósmynda hluta í leiknum ásamt að finna lausnir fyrir leikmenn að fá sem bestu mögulegu myndböndin úr spilun leiks þeirra til að deila á netinu.

„Þið vilduð óþjöppað myndefni og augljóslega notar PS4 form af þjöppun skráa til að sjá til þess að myndbrotin verði ekki fáránlega stór (hráu myndböndin okkar úr leiknum er 6GB fyrir 2 mín af spilun),“ sagði hann.

 Heimild: Gamespot