BEYOND: Two Souls demó kemur 2. Október

182151-252658-BeyondTwoSoulsWillRevolutionizeCharacterUseinGamesjpg-620x

Sony hefur sagt að leikurinn BEYOND: Two Souls eftir hönnuði Heavy Rain muni fá prufu útgáfu þann 2. Október á PlayStation Store.

Í prufu útgáfunni verður drjúgur partur af leiknum til að prufa með tveimur borðum inniföldum, sem munu gefa góða innsýn í söguna og leikinn sem bíður fólks þegar að hann kemur út í lok Október.

Í BEYOND: Two Souls prufu útgáfunni verða eftirtaldir partar úr lokaleiknum:

  • Jodie & Aiden – sláist í för með ungri Jodie þar sem að hún tekur þátt í tilraunum hjá stofnun um dulræna atburði. Á meðan yfirmenn prufa hæfileika hennar, þá taka leikmenn stjórn á dularfullri veru.
  • Hunted – hoppað er fram nokkur ár og þurfa leikmenn að hjálpa Jodie að sleppa úr klóm hina ýmsu njósnara yfirvaldanna á meðan dularfulla vera sýnir hina ótrúlegu krafa þess.

Sony gaf einnig út nýtt myndband úr hönnun leiksins, sem sýnir árið sem tók að taka upp leik Ellen Page og Willem Dafoe.