Beyond Two Souls

beyond-800x600

Kynning:

Hvað er handan við huluna? Hvað er það sem bíður okkur eftir dauðann? Þetta eru spurningar sem mannkynið hefur spurt sig að frá örófi alda.

Í Beyond Two Souls, nýjasta leik Quantic Dreams hönnuða Heavy Rain frá árinu 2010 er reynt að svara hvað leynist handan við móðuna miklu.

Franska fyrirtækið er mætt aftur á PlayStation 3 og í náinni samvinnu við Sony eru þeir að gefa út einn af síðustu og stærstu leikjunum á PS3 áður að hún líður sjálf yfir í móðuna miklu að hluta og víkur fyrir PS4.

Saga:

Hvað er svo Beyond Two Souls? Það er hægt að segja að nafnið sé smá vísbending í það sem er í boði í leiknum. Leikurinn segir frá Jodie Holmes og fáum við að fylgjast með hennar lífi frá fæðingu og til um 25 ára aldurs. Saga leiksins er sögð í óhefðbundnu máli og hoppar hún til á milli tímabili í lífi Jodie.

Frá unga aldri hefur hún alist upp innan tilraunadeildar hersins á dulúðlegum málum, þar sem að hún hefur verið rannsökuð útaf tengslum hennar við dularfullu veruna Aiden sem er að handan. Jodie og Aiden eiga í nánu og oft erfiðu sambandi í gegnum líf Jodie. Þau eru bundin saman og er Jodie aldrei án hans, þetta reynist henni oft vera erfiður baggi og fyrir vikið reynir mikið á samband þeirra.

Þegar líður á sögu leiksins og við sjáum Jodie alast upp frekar erfiðu og einmana lífi lærir hún betur á krafta sína og hvað hún og Aiden geta gert. Herinn hefur lengi haft mikinn áhuga á henni og að nota hennar hæfileika í hernaðarlegum tilgangi. Jodie gengur síðar meira til liðs við CIA og þarf að kljást við erfið verkefni útí heimi með Aiden. Án þess að vilja spilla neinu í sögunni er nóg að segja að allt fari ekki eins og við er að búast og lendir Jodie á flótta undan sínum fyrrum vinnuveitendum og hernum sem eltast við hana um Bandaríkin.

BEYOND_SCREEN_10

Saga í svona leikjum er eitthvað sem er best að uppgvöta á sinn eigin hátt og láta ekki aðra spilla fyrir sér. Eins og í Heavy Rain og fyrri leikjum Quantic Dreams þá getur sagan farið á mismunandi vegu og lifa allar persónur ekki endilega alla söguna af. Þetta er þó talsvert einfaldara enn í Heavy Rain og finnst manni aldrei vera jafn mikið undir í sögu spilunni og að Jodie muni ekki komast út lifandi endilega.

Það sem stendur uppi í leiknum er klárlega leikur nokkra aðalpersónanna í leiknum og hefur Quantic Dream valið að fá þekkta Hollywood leikara til að leika og ljá líkneski þeirra í leiknum mikið að segja. Leikonan Ellen Paige úr Juno og Inception leikur Jodie, Willem Dafoe leikur lækninn Nathan Dawkins sem kemur Jodie pínu í föðurstað og síðan Kadeem Hardison sem leikur vísindarmannin Cole Freeman.

Það er ekki spurning að án leik Ellen Page sem Jodie myndi sagan og upplifunin ekki vera jafn sterk, hún nær að selja manni persónu hennar og þær upplifanir sem hún lendir í og finna til með henni. Willem Dafoe skilar sínu hlutverki líka vel, þó kannski aðeins stífara, enn kannski á það vel við persónuna sem að hann leikur.

Eftir að hafa klárað leikinn og séð þá helstu enda sem eru í boði þá ber maður leikinn óneitanlega við Heavy Rain. Það er kannski ekki eins margir valkostir og útgáfur til að fara, enn það er við að búast þar sem að leikurinn er að reyna að segja sögu Jodie en ekki fjölda persóna.

Sagan fer ekki alltaf endilega réttar leiðir og sumir kostirnir virka pínu stífir, enn hún nær að lokum að enda sterkt og skilja mann eftir sáttann.

11659Ellen_Page_1

Spilun:

Það er hægt að spila leikinn annað hvort með Dualshock 3 pinnanum á hefðbundinn hátt eða með spjaldtölvu eða snjallsíma eða blöndu af bæði. Það var dálítið spes að vera með símann í hendinni og stjórna hreyfingjum Jodie eða Aidens, ég get ekki sagt að það hafi verið betra enn að spila á hefðbundinn hátt, enn þetta var klárlega skemmtileg reynsla. Það sem kannski virkar betur þó er þegar að annar leikmaður tekur upp síma eða spjaldtölvu og spilar sem Aiden á meðan að leikmenn spila á venjulega mátan sem Jodie. Það á vel við sögu leiksins og passar vel.

Það sem angraði mig pínu við leikinn var að mér fannst ég aldrei hafa fullkomna stjórn á persónu minni eða myndavélinni og var maður oft með þá hugsun að það væri frekar talsvert haldið í hendina á leikmönnunm jafnvel þegar var valið erfiðara stjórnkerfið.

Algengasta stjórninin er að nota hægri pinnan á fjarstýringunni til að ýta í ýmsar átti til að láta Jodie framkvæða aðgerð og síðan hreyfa sig venjulega með þeim vinstri og ýta á takka þegar það átti við.

Er leikurinn eitt stórt „QTE“ eins og sumir gagnrýnendur myndu vilja halda fram? Ég myndi segja klárlega nei, enn það er þó ljóst að leikmenn hafa minni stjórn enn í fyrri leikjum og fannst mér stundum að leikurinn daðraði of mikið við FMV (Full motion Video) leikina frá um 1995-2000 að vera meiri saga enn leikur á köflum.

Beyond-Two-Souls6

Grafík og hljóð:

Það verður bara að segjast að á pörtum er þessi leikur stórfenglegur í útliti og ef að maður vissi ekki betur mætti halda að það væri verið að spila leikinn á PlayStation 4 enn ekki PS3.

Það er ávallt gaman að spila leiki sem koma út í lok leikjavélakynslóðanna, þá hafa framleiðendur fengið nokkur ár að læra á vélbúnaðinn og hvernig sé hægt að kreista sem mest úr sílikoninu og það sést á leiknum.

Vinnan sem hefur verið lögð í að skanna inn leikarana og öll smáatriðin í andliti þeirra og hreyfingum er rosaleg og hefur það mikið að segja með innlifun manns í leiknum. Á sama tíma sést að það hefur eitthvað þurft að fórna til að skila svona flottri grafík í persónunum og umhverfinu, sumir partar leiksins virka pínu flatir, enn það sést til allrar lukku ekki mikið.

Það sem að flestir taka þó eftir er rammi leiksins sem er með svartar línur ofan og neðan við myndramman ekki ólíkt kvikmynd. Fyrst þegar ég ræsti upp leikinn hélt ég að þetta væri einhver stilling sem ég gæti slökkt á og væri meira svona listrænt útlit á leiknum, enn svo var ekki. Þegar maður er búin að spila leikinn í nokkurn tíma og sjá hvað hann hefur uppá að bjóða og það sem hann er að kreista úr blessuðu PS3 vélinni sem er núna orðin tæplega 7 ára þá er þetta skiljanleg fórn.

Tónlist leiksins er eitthvað sem stendur talsvert uppúr ásamt grafíkinni og var það tónskáldið Normand Corbeil sem sá um mest af henni áður enn hann lést snemma árs úr krabbameini. Lorne Balfe sem vann að tónlistinni í Assasin‘s Creed III kom og kláraði verkið. Hinn margrómaði Hans Zimmer Hollywood tónskáldið kom síðan og aðstoðaði Balfe við tónlistina enn þeir unnið saman áður að öðrum verkefnum.

Beyond-Two-Souls-Gets-Fresh-Series-of-Screenshots-381962-13

Ending:

Það tekur um 12 tíma gróflega að klára leikinn miðað við að maður er ekkert að hlaupa hratt í gegnum hlutina. Það er hægt að segja að einn eða tveir partar leiksins hafi verið pínu langdregnir sem er pínu kjánalegt að segja um tölvuleik, enn þar sem að hann á frekar margt sameiginlegt með kvikmyndum þá kemur það kannski ekki á óvart.

Það eru nokkrir mismunandi endar á leiknum sem fara eftir hvaða ákvarðanir leikmenn gerðu í gegnum sögu leiksins og síðan valkostir í lokin sem hafa að segja hvernig sagan endar.

Það er hægt að velja að endurspila vissa kafla og klára söguna útfrá því aftur eins og var í Heavy Rain, svo það er ekki endilega nauðsynlegt að spila allan leikinn aftur til að fá öðruvísi endir.

1363875918-1

Lokaorð:

Frá að við sáum tækni demóið Kara er eftirvæntingin búin að vera mikil eftir Beyond Two Souls, stenst hann væntingarnar sem eru gerðar til hans sérstaklega eftir hinn frábæra Heavy Rain?

Að mestu tekst Beyond Two Souls vel upp, leikurinn lítur frábærlega vel út og daðrar vel við að líta út sem PS4 leikur á köflum og er góð leið fyrir marga að enda PS3 tímabilið sem stæl.

Hann aftur á móti klikkar pínu í það að fara of nálægt því að vera gagnvirk reynsla og ekki endilega leikur og hefur margt af því sem var í fyrri leik verið einfaldað að mínu mati.

Það sem lyftir leiknum upp og gerir hann þess vel virði að spila og eiga er góður leikur Ellen Paige, hrikalega flott grafík leiksins og góð dulræn saga sem kannar bilið á milli þessa heims og þess næsta.

Einkun 8.0 af 10 mögulegum.
Skrifað af: Bumbuliuz@Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.