Fyrsta skjáskotið úr H-Hour: World’s Elite

Nýverið birtu SOF Studios fyrsta skjáskotið úr leiknum H-Hour: World’s Elite en skotleikurinn er væntanlegur á Playstation 4 og PC.

 

Það var Kirsten Beane hjá SOF Studios sem birti skjáskotið nýlega á spjallþræði leiksins ásamt þessum skilaboðum:

„It is with great pride and honour I am allowed to post this for you all today. So much work from a long list of people have gone into this project I am humbled to be the one bringing it to all of you. (my hands are shaking.)“

 

hhourscreenshot

 

H-Hour: World’s Elite er leikur sem fjármagnaður hefur verið í gegnum Kickstarter verkefni þar sem treyst var á tilvonandi spilara til þess að aðstoða við að safna fyrir gerð hans. Leikurinn, sem er þriðju persónu „team-based“ hernaðarleikur er áætlaður í janúar 2015 og kemur út á Playstation 4 og PC. Aðdáendur SOCOM leikjanna hafa margir hverjir verið vongóðir um að leikurinn verði arftaki leikjaseríu David Sears á Playstation 2 enda verður leikurinn byggður að einhverju leiti á raunverum aðstæðum og hernaðaraðgerðum.

 

Er einhver spenna fyrir þessum?