E3 2014 kynning Microsoft

HouseofGamesCrop

Microsoft byrjaði E3 sýninguna í ár með blaðamannafundi og kom Phil Spencer yfirmaður Xbox á sviðið og ræddi hve gott árið yrði fyrir þá sem spila leiki og hve góða hluti Nintendo og Sony væru að gera á markaðnum.

Spencer ræddi um erfitt ár síðan í fyrra, þó án þess að fara nánar út í hvernig boðskapur þeirra frá í fyrra fór ekki vel í marga sem vilja bara spila tölvuleiki.

„Við höfum verið agndofa og hrærð yfir tweets, athugasemdum, hugmyndum ofl frá fólki. Við munum stefna á að vera með eingönu leiki á kynningu okkar, og gera Xbox One að besta staðnum til að spila leiki þessa kynslóð“.

Spencer kynnti að samvinna Activision og Xbox muni halda áfram ótrauð á nýrri kynslóð og DLC efni fyrir Call of Duty: Advanced Warfare muni koma fyrst á Xbox. Sýnishorn af leiknum var síðan næst sýnt og var nóg um hasar og kúlur eins og við mátti búast, verður forvitnilegt að sjá hvernig Sledgehammer Games muni koma inn í Cod heiminn þann 4. Nóv þegar að leikurinn kemur á allt undir sólinni.

Dan Greenwalt hjá Turn 10 kom á sviðið og ræddi velgengni Forza 5 og að Nurburgring brautin sem aðdáendur hafa beðið mikið um sé fáanleg frí á Xbox Live nú í dag.

Ralph Fulton hjá Playground Games kom næst á sviðið og sýndi Forza Horizon 2 sem leit virkilega vel út og á að keyra á 1080p og skarta dýnamísku veðri, driveatars úr Forza 5 ofl. 1000 manna bílaklúbbar og kemur 30. September og ætti að verða sterk samkeppni við Driveclub leik Sony og Evolution Studios á PS4.

Evolve leikur Turtle Rock Studios var sýndur, en ekkert nýtt kom fram. Lookar þó vel og ætti að verða flottur Co-op leikur með vinum.

assassins_creed_unity

Ubisoft kynnti Assasin‘s Creed: Unity leik þeirra sem kemur eingöngu út áPC, Xbox One og PS4, við fengum að sjá gríðalega flotta París árið 1789 og byltingin hefur hleypt öllu í bál og brand. Við sjáum 4 launmorðingja fara um göturnar og valda usla á flottan hátt. Leit gríðalega vel út og hvort að þessi spilun sé kjarni leiksins eða aukasaga er erfitt að segja eins og er.

EA og BioWare sýndu Dragon Age: Inquisition og hann er að koma vel út og virðist ætla að laga fyrir mikið af þeim mistökum sem voru gerð með Dragon Age II. Kemur út 7.Október.

Sunset Overdrive leikur Insomniac Games var næstur á sviðið og mun sá leikur koma eingöngu út á Xbox One. Leikurinn er að líta virkilega vel út og ætti að verða sýrð skemmtun þegar að hann kemur út í haust. Átta manna co-op spilun verður einnig í boði.

Capcom kynnti yndislega geggjað DLC fyrir uppvakninga leik þeirra Dead Rising 3 sem kom út í fyrra á Xbox One og er að koma í sumar á PC. DLC heitir; “Super Ultra Dead Rising 3 Arecade Remix Hyper Edition DX Plus Alpha” og virðist vera alger bilun.

Alex Rigopulos hjá Harmonix mætti næst á sviðið og kynnti að nýr Dance Central leikur sé á leiðinni og verður honum dreift stafrænt. Kallast Dance Centra: Spotlight.

Lionhead ræddu Fable: Legends co-op leik þeirra sem kemur í betu formi síðar á árinu, hægt verður að spila saman 4 í co-op og bætist við síðan auka leikmaður sem tekur hlutverk óþokkans í leiknum og stjórnar í hálfgerðum RTS (herkænsku) stíl óvinum og gildrum til að hrella hetjurnar.

Við fengum að sjá meira úr Project Spark sem var sýndur í fyrra, og verður hægt að notast við Conker íkornan sturlaða úr Conkers leiknum úr upprunalega Xbox.

Halo-The-Chief-Collection-Fanmade

Bonnie Ross hjá 343 Studios kom og ræddi Halo á sviðinu og sögu Master Chief persónunnar. Þann 11. Nóvember á sérstökum degi fyrir Halo, þá mun koma út The Master Chief Saga sem inniheldur Halo: Combat Evolved (Halo 1), Halo 2, Halo 3 og Halo 4 með öllu aukaefninu, 100 fjölspilunarborðum og 4.000 gamerscore.

Hægt verður að spila Halo 2 í upprunalegu gæðum og uppfærðri HD útgáfu og alla fjölspilunarparta upprunalega leiksins.

Halo Nightfall er stafræn þáttaseríu sem verður með í pakkanum og er framleidd af Ridley Scott og segir sögu sem leiðir inní Halo 5 á næsta ári. Í pakkanum verður síðan betu aðgangur fyrir Halo 5: Guardians sem hefst í Desemer.

Phil Spencer ræddi síðan hvað væri framundan árið 2015, sýnt var úr Inside frá Playdead sem gerðu síðast Limbo, og síðan var sýnt úr slatta af leikjum sem gefnir eru út í gegnum ID@Xbox kerfið.

Næst var sýnt úr Rise of the Tomb Raider leik Crystal Dynamix sem fylgir eftir hinum frábæra Tomb Raider sem kom út í fyrra á eldri velar og í ársbyrjun á PS4.

Pólska fyrirtækið CD Project Red sýndi The Witcher 3 rúllandi á sviðinu og var það meiriháttar að sjá, leikurinn kemur 24. Febrúar 2015 og lítur út fyrir að verða epískur RPG leikur af bestu gerð.

Phantom Dust snýr aftur eftir að hafa legið til hliðar síðan á upprunalegu Xbox vélinni.

Ubisoft sýndu úr The Division leik Massive sem var fyrst sýndur á E3 í fyrra. Lítur enn frábærlega út, enn marga grunar að það verði pínu löng í leikinn.

Hideki Kamiya frá Platinum Games kom á sviðið og sýndi Cgi sýnishorn úr Scalebound sem kemur eingöngu á Xbox One.

Síðan endaði sýningin á nýjum Crackdown leik og er hann hannaður af upprunalega teyminu sem hannaði fyrsta leikinn og hafði áður unnið hjá DMA Design eða Rockstar North að GTA leikjunum. Þó að þetta var bara Cgi sýnishorn þá var stíllinn og útlitið virkilega flott og er augljóst að þeir eru að horfa til upprunalega leiksins.

Það verður að segjast að Microsoft stóð sig nokkuð vel og stóðu við loforðin um að sýna leiki, leiki og fleiri leiki. Það var forðast að fjalla um Tv-Sports kómbó pakkann frá í fyrra sem fór ílla fyrir brjóstið á svo mörgum og hjálpaði ílla málstað Microsoft.

Að fókusa aftur á leiki og aðalmarkhóp þeirra virðist vera gáfað plan og ætti að skila sér vel, það hefði þó verið gaman að sjá eitthvað algerlega nýtt frá þeim og ekki bara að einblýna á að hlutir komi fyrst á Xbox hvort að það sé leikur eða DLC.

Núna er bara að sjá hvernig Sony tæklar þetta í lok kvöldsins.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar