Watch_Dogs fær DLC í lok sept

Watch-Dogs

Ubisoft hefur kynnt fyrsta alvöru DLC efnið fyrir opna hasar og ævintýra leik þeirra Watch_Dogs. Pakkinn kallast Bad Blood og skartar hakkaranum T-Bone úr sögu leiksins.

Sagan gerist stuttu eftir atburði leiksins og spannar tíu verkefni sem gerast á nýjum stöðum í Chicago borg. Raymond “T-Bone” Kenney brýst á ný inn í tölvukerfi Blume fyrirtækisins til að hylja slóð sína og fara í felur, ekki allt fer eins og ætlað er og hasar og svik eru fljót að koma upp á yfirborðið.

Í Bad Blood DLC pakkanum eru ný verkefni sem kallast „Street Sweeps“, sem eru ný verkefni sem er hægt að spila saman í co-op sem ný viðbót við leikinn. Einnig í pakkanum verða ný vopn, nýjir hæfileikar, búningar, fjarstýrður bíll sem T-Bone hefur búið til og lumar á sprengi krafti sem er hægt að nota til að verja sig eða valda usla hjá óvinunum.

Þeir sem hafa verslað Season Pass fyrir leikinn geta nálgast Bad Blood pakkann 23. september og er hann innifalinn í verðinu. Aðrir geta verslað hann stakann viku síðar eða 30. september.

Þetta efni er það fyrsta af nokkrum pökkum sem Ubisoft hefur planað fyrir leikinn og verður athyglisvert að sjá hvort að þeir geti komið með nýtt efni fyrir leikinn og eitthvað sem bryddar uppá fjölbreytni í spilun og svarar vissri gagnrýni sem leikurinn fékk þegar að hann kom út í Maí síðast liðnum.

Hérna fyrir neðan er hægt að sjá myndband úr pakkanum.

Heimild: Dualshockers