Bloodbourne kemur 6. Febrúar á PS4

maxresdefault

 

Næst leikurinn sem er sprottinn úr Souls heiminum, Bloodbourne mun koma út þann 6. Febrúar 2015 að sögn Sony. Leikurinn er unnin að From Software og Sony Japan og kemur eingöngu út fyrir PlayStation 4.

Í tilefni Tokyo Game Show þessa vikuna var gefið út nýtt sýnishorn úr leiknum sem má finna hér fyrir neðan.

Sony í Bandaríkjunum hefur kynnt Collector’s Edtion af leiknum sem inniheldur, stálbox, bók með myndskreytingar og tónlist leiksins. Engar fréttir eru enn um slíkt í Evrópu en Sony hefur sagt að frétta sé að vænta fljótlega í þeim efnum á PSN blogginu.

Bloodbourne var fyrst sýndur á E3 2014 sýningunni og er dimmur, gothískur hryllingur, með hröðum bardögum, vopnum sem geta umbreyst, RPG þróun persóna og netspilunar.

Souls leikirnir eru búnir að vinna sér stall fyrir frumlega spilun, grjótharða upplifun og ævintýri sem koma fólki á óvart. Þessi þó að hann beri ekki Souls nafnið ætti að sverja sig þó í ættina.