Er þetta kortið í Far Cry 4?

Ef að má marka það sem lekur út á internetið (og það oft gerir það), þá hefur kortið fyrir svæði Kyrat í Far Cry 4 dúkkað upp á netið.

Hægt er að sjá það hér fyrir neðan og sjá stærri útgáfu þess með að smella á myndina.

Svæðin sex sem eru í Kyrat eru: Himalayan, Mountaninous (Coniferous & Larch), Midlands (Mixed Forest & Quercus) og Terai.

Þetta kort þarf ekki endilega að vera það sem leikmenn sjá í leiknum heldur kannski úr „guide“ fyrir leikinn sem setur þetta saman á eitt stórt kort til að skoða.

1415625912-far-cry-4-map1

Far Cry 4 kemur út í næstu viku, nánar tiltekið 18 Nóvember fyrir PC, PlayStation 3, PlayStation 4, Xbox 360 og Xbox One.

Við erum hrikalega spenntir fyrir þessum, Far Cry 3 var meiriháttar skemmtun og við vonumst eftir því sama með nýja. Hvað með ykkur?