Opin beta fyrir The Crew hefst í dag

the-crew-is-getting-an-open-beta-on-ps4-and-xbox-o_epk3.1920-670x376

Ubisoft hefur staðfest að opin beta fyrir bíla leik þeirra The Crew hefst í dag 25. Nóvember og rúllar til 27. Nóvember á PlayStation og Xbox vélum.

Þetta verður síðasti séns til að prufa leikinn fyrir áætlaða útgáfu hans í næsta mánuði. Leikurinn hefur verið í prófunum síðan í Júlí til að undirbúa netspilun hans fyrir útgáfu.

Eins og í fyrri betum verður hægt að keyra um öll Bandaríkin, eða útgáfu leiksins af því. Hægt að spila í keppnum á tveimur af fimm svæðunum í leiknum, í miðvestrinu og austur ströndinni.

PvP á þessum sömu svæðum verður aðgengilegt fyrir þá sem vilja almennilega samkeppni við aðra.

Þessi opna beta er aðgengileg öllum þeim sem eiga PlayStation eða Xbox vélar. Þó er krafa gerð um að þeir séu áskrifendur að PlayStation Plus og Xbox Live þjónustunum til að fá allt úr betunni.

The Crew er áætlaður þann 2. Desember á PS4, Xbox One, PC og síðan er útgáfa portuð Xbox 360. Því miður engin PS3 útgáfa í boði.