WWE 2K15

91954607dqL._SL1500_

Framleiðandi: Visual Concept‘s
Útgefandi: 2K Sports
Útgáfudagur: 21. Nóvember 2014
Útgáfa spiluð: PS4
Heimasíða: https://wwe.2k.com/index.php/game-info/2k15

Kynning:

Glímuleikir eru eitthvað sem hefur ekki farið mikið fyrir hér á landi enda er áhuginn fyrir þessari íþrótt af takmörkuðum toga. Ég man eftir að hafa fylgst talsvert með WWE þegar að kappar eins og Hulk Hogan, The Ultimate Warrior, Randy Savage „Macho Man“, Ted Dibiase „The Million Dollar Man“, Roddy Piper réðu lögum og lofum í hringnum.

Það hefur margt breyst síðan í þessum heimi til hins betra og verra. Ég hef ekki mikið fylgst með í nokkurn tíma ekki náð að grípa mikið í þennan heim. WWE hefur átt í mikilli baráttu við athygli fólks við nýjar íþróttir eins og MMA, UFC ofl, og þurft að reyna að lifa af í erfiðari heimi þar sem fólk hefur aðgang af svo mörgum afþreyingum.

Það verður að segjast að WWE serían hefur átt upp og niður sveiflur síðustu árin og oft hefur gengið frekar verr en betur. Fyrirtækið Visual Concepts sem hafa verið að gera almennt góða hluti með NBA 2K seríuna mæta á svæðið til að aðstoða Yuke þetta árið.

2K Games hafa sett stefnuna á að hysja seríuna upp á ný og koma henni aftur í rétt form, stóra spurningin er auðvitað tekst þeim það upp í ár?

81Vc3Apdw6L._SL1500_

Grafík og Hljóð:

Eitt af því sem 2K stefndu á að bæta þetta árið var útlit helstu glímukappanna og það er ekki annað en hægt að segja að þeim hafi tekist almennt vel upp. Kappar eins og John Cena, Cesario líta vel út á meðan aðrir koma ekki alveg eins vel út. Það er eins og þeir hafi gleymt að taka alla fyrir og gefa þeim þá fínpússun sem þeir þurftu.

Hreyfingar glímukappanna eru sumar mjög mjúkar og flottar að sjá þegar þeir eru að berjast í hringnum, vandinn er að inn á milli koma síðan eitthvað sem hefur lítið breyst síðustu árin. Gallinn við þetta er að það verður pínu asnalegt að sjá þegar leikurinn svissar á milli þessa tveggja hreyfinga.

Þegar hlutirnir koma vel út þá getur verið virkilega flott að sjá annan hvort glímuhetjuna sem þú valdir að spila sem eða þá sem þú bjóst til í MyCareer á skjánum berjast.

Einn kostur að fara úr PS3 útgáfunni yfir í PS4 útgáfun er stökkið yfir í 1080p upplasun og 60 ramma á sek í stað 720p og 30 á eldri vélum.

2672702-b71ef5726e4281f28e17e509aae2a83c_crop_exact

Spilun:

Hvernig leikurinn spilast er kjarni upplifunar leiksins og hefur mikið að segja um hve mikkla og góða upplifun maður fær úr honum. Það er eitthvað um að leikmaðurinn sem er stjórnað láti ekki alltaf 100% að stjórn en til allrar lukku er það ekki of mikið vandamál.

Það eru nóg af nýjungum þetta árið í leiknum og má nefna Chain Wrestling sem er ný mini leikur sem á að gera bardagann dýpri, það fer eftir hvaða persóna er spiluð hvaða hreyfingar og tækni hún mun nota og ekki. Strike Attacks sem geta skaðað andstæðingin mikið ef rétt eru framkvæmdar. Það er núna þriggja parta Stamina mælir sem fer mismunandi hratt eða hægt niður eftir hvaða brögðum er beitt. Uppgjafa kerfið hefur verið breytt síðan með Breaking Point mælinum hefur verið skipt út fyrir að maður hreyfi pinnana á Dualshock 4 pinnanum innan hringja til að ná sem bestum árángri.

Nýtt í leiknum í ár er 2K Showcase sem vekur athygli á frægum rígum og bardögum í glímu heimnum í gegnum árin. Það er fókusað á ríginn á milli John Cena og CM Punk sem var í gangi árin 2011 til 2013 og kallaðist Hustle, Loyalty, Disrespect. Síðan er það Best Friends, Bitter Enemies sem tekur fyrir baráttu Triple H og Shawn Michaels frá 2002 til 2004.

2687332-wwe2k15_career4-2

MyCareer er eitthvað það sem flestir eiga eftir að eyða sem mestum tíma í að skapa sinn eigin glímukappa og reyna að vinna sig upp úr úrtökumótum NXT yfir í WWE keppnirnar sjálfar. Á leiðinni lendir hetjan ykkar í deilum við aðra glímukappa, drama innan og utan hringsins ofl. Það er þó leiðinlegt að það er ekki hægt að skapa kvennkyns persóny til að spila sem.

Allt er þetta hluti af því að gera WWE 2K15 líkari nútíma glímu í stað bardagaleiks með vöðvastæltum glímuköppum. Málið er að fyrir vikið að mínu mati verður leikurinn talsvert hægari og ekki alveg jafn skemmtilegur.

2687330-wwe2k15_career2-2

Lokaorð:

Þeir sem bjuggust við byltingu að fara úr PS3 í PS4 verða líklega fyrir vonbrigðum, við þurfum líklega að bíða fram að WWE 2K16 til að sjá stærri breytingar á seríunni bæði í spilun og grafík.

Netspilun leiksins er eins og er pínu strembinn og það er pínu lagg sem gerir stundum erfitt að ná réttum brögðum fram á móti andstæðingnum á netinu.

Það eru möguleikar fyrir góða endurkomu í þessari seríu og möguleikarnir eru hérna til staðar. Það er þó nauðsynlegt fyrir 2K að skoða betur hvað má betur fara næst og hvernig er best að koma með seríuna sterka tilbaka á nýjum og kraftmeiri vélbúnaði.

Einkun: 6 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.