Assassin’s Creed: Unity

91Y66l70WeL._SL1500_

Framleiðandi: Ubisoft Montreal
Útgefandi: Ubisoft
Útgáfudagur: 13.11.2014
Útgáfa spiluð: PS4
Heimasíða: http://assassinscreed.ubi.com/en-gb/games/assassins-creed-unity.aspx

Kynning:

Assassin‘s Creed sería Ubisoft byrjaði fyrst árið 2007 og síðan hafa komið út ófáir leikir og er sá nýjasti sá sjöundi stóri leikurinn í seríunni og hafa þeir komið út árlega síðan 2009. Fyrir þá sem þekkja ekki til leikjanna (sem ætti að vera erfitt) þá eru þetta þriðju persónu ævintýra leikir sem byggja á sögulegum grunni og notast við framtíðartækni sem leyfir afkomendum viss fólks að endur upplifa minningar forfeðra sinna.

Inn í þetta blandast hin eilífa barátta Assassins og Templars um hver bjargar eða stjórnar heiminum. Templars trúa á að eina leiðin til að bjarga heiminum er með fastri hendi og stífri stjórn. Assasins eru hin hliðin af þessum peningi og þeir hafa barist frá upphafi út frá þessum málefna deilum.

Assassin‘s Creed: Unity er fyrsti leikurinn sem kemur eingöngu út á nýju kynslóð leikjavélanna og PC og er ætlað að taka næsta stökkið upp á við, stóra spurningin er auðvitað hvernig tekst Ubisoft upp með það þetta árið?

91y-gyG73UL._SL1500_

Saga:

Í stuttu máli gerist saga leiksins í Frakklandi um það leyti sem landið er að rífa sig í sundur og Franska byltingin er við að hefjast. Leikmenn fara í spor Arno Dorian Fransks manns sem átti Assassin föður, eftir lát hans er hann alinn upp af nýrri fjölskyldu sem höfuð hennar reynist vera yfir höfuð Templar reglunnar í Frakklandi. Arno hefur auðvitað ekki hugmynd um þetta og elst við við góðar aðstæður og fellur fyrir dóttur fóstur föður síns. Þegar hann er myrtur byrjar atburðarrás sem leiðir Arno í Assassins regluna og byrjar hann leitina af morðingjanum og  spannar sagan nokkur ár fram að 1794. Þekktar persónur úr Frönsku byltinginnu eins og Marquis de Sade, Napolean Bonaparte og Maximilien de Robespierre sem koma við sögu þó mismunandi mikið og eins og við er að búast þá eru Templaranir með puttanna í Frönsku byltingunni eins og flestu öðru.

Saga Unity minnir mjög á sögu Assassin‘s Creed II til þeirra sem þekkja hana, það er ljóst að Ubisoft leitaði talsvert til þessa leiks þegar var ákveðið að búa til nýja sögupersónu fyrir Unity.  Arno er ágætis persóna en nær ekki alveg að stíga uppí hæðir Ezio úr AC II sem er uppáhald margra aðdáenda leikjanna.

Það sem ég hefði viljað sjá var meira af þekktum persónum úr sögu þessa tíma, enda nóg úr að velja og sama að sjá söguna fara aðeins lengra eins og til 1799 þegar Napoleon verður keisari. Það er þó spurning hvað DLC (niðurhals) efni leiksins mun tækla.

Það sem má helst finna að sögunni, tengist tengingu hennar við framtíðar söguna sem leikirnir hafa notast við. Vandinn er auvitað að sá hluti er næfurþunnur og fara leikmenn aldrei úr Animus tækinu í nútímann, það hefur aldrei verið almennilega nýtt þennan hluta og eftir að Ubisoft kláraði sögu Desmond Miles þá er eins og þeir viti ekki eða vilji lítið tækla þennan hluta heimsins sem þeir sköpðu.

81oA00r2+yL._SL1500_

Grafík og Hljóð:

Leikurinn keyrir á endurbættri Anvil Next grafíkvél Ubisoft sem var fyrst notuð í Assassin‘s Creed III. Á köflum lítur leikurinn hrikalega vel út og er hann flott stökk frá Assassin‘s Creed IV: Black Flag sem var þó mjög flottur.

Sögusvið leiksin París er mjög vel hannað og nær leikurinn vel að skapa það andrúmsloft, það er ótal fjöldi fólks á skjánum í einu og nær það að skapa trúverðugt andrúmsloft. Þegar allt gengur upp þá er leikurinn á köflum gullfallegur, vandinn er þegar að það virkar ekki eins og það á að vera þá brýtur það talsvert upp spilun leiksins.

Það er jákvætt að leikurinn er ekki lengur bundinn við eldri kynslóðir leikjavéla og það er hægt að taka næsta skrefið, það sést á leiknum með fjölda persónanna á skjánum flóknari heimi og flóknari byggingum sem er hægt að ferðast inn og út úr.

Vandi leiksins er sá að virðist ekki hafa verið nógu lengi í „ofninum“ og gallar leiksins eru frekar margir. Opnir „sandkassa“ leikir eins og AC serían eru ekki án galla svo maður veit þegar er farið í þá við hverju að búast.

Unity er þó því miður talsvert með fleiri galla en slíkt, ég spilaði í gegnum leikinn að mestu eftir að plástur 3 fyrir leikinn hafði komið út og hafði hann lagað talsvert af verstu villum leiksins. Þrátt fyrir það var eitthvað um að leikurinn hryndi niður á valmynd PS4 vélarinnar og lennti ég nokkrum sinnum í littlum göllum sem urðu til þess að ég þurfti að endurræsa verkefnið sem ég var í.

Líklega það sem sem maður sá einna helst var hvernig ramma hraðinn í leiknum tók stundum leiðinlega dýfu, það var reyndar ekki eins slæmt og var í byrjun og var í raun einna mest áberandi þegar ég spilaði co-op spilun leiksins með 3 öðrum í gegnum netið.

Assassin-s-Creed-Unity-Gets-PS4-Patch-to-Fix-Microtransactions-Framerate-Workaround-464918-2

Spilun:

Bardagakerfi leiksins að endurbyggt og að sögn framleiðandanna voru skylmingar notaðar sem viðmiðið. Arno skartar nokkrum nýjum vopnum eins og Phantom Blades sem er lítill krossbogi sem sem skýtur hljóðlátri ör sem er gott að nota til að ná óvini án þess að vinir hans heyri. Parkour kerfið sem serían er einna þekktust fyrir hefur verið tekið í gegn og getur Arno notað það til að fara bæði upp og niður byggingar sem er oft mjög flott að sjá.

Það eru lítil verkefni sem koma upp reglulega þegar Arno hleypur um götur Versalla eða Parísar sem eru snögg leyst og vanalega snúast um að hjálpa fólki í vanda frá óþökkum eða grípa vasaþjóf. Þessi verkefni gefa Arno nýja hluti svo það er vel þess virði að gera þetta í leiðinni. Það er reyndar lítil sem engin fjölbreyttni í þeim og eftir smá tíma er þetta að hlaupa um borgina, stinga vonda gaura í hálsinn og halda áfram að hlupa og grípa kannski sama ólánsama vasaþjófinn aftur og aftur.

Eitt sem ég saknaði frá AC IV: Black Flag var að geta gripið óvin og notað hann sem skjöld þegar að óvinirnir voru að skjóta á mann, get ekki alveg skilið afhverju það er ekki í Unity.

Eitt af því skemmtilegra sem Ubisoft bættu við þetta árið eru stutt verkefni þar sem að Arno þarf að leysa dularfull morðmál, það hefði þó mátt gera aðeins meira með það. Spurning hvað verður gert í framtíðinni.

Leikmenn geta núna í fyrsta sinn sniðið persónu sína af þeim leikstíl sem þeir vilja. Hægt er að velja hæfileikana sem sem henta þeim best. Hægt er síðan að velja þær tegundir af brynjum, vopnum og öðrum hlutum til að sérsníða leikstíl sinn.

Það er síðan tenging í leiknum við Unity companion appið sem gefur fólki tækifæri að vinna sér inn aukapeninga innan leiksins, opna sérstakar kistur og spila viss verkefni sem koma bara upp í gegnum það. Forritið er frítt, og bætir við ótal fleiri hluti á kortið til að gera. Eitthvað sem mun líklega gera fólk sem vill ná öllu 100% pínu gaga. Ekki nóg með að Ubisoft er með þetta þá eru þeir líka með tengingu við AC Initiates sem er samfélags kerfi Ubisoft og það eru spes kistur sem opnast út frá því. Það er að auki hægt að eyða alvöru peningum til að flýta fyrir og betrumbæta vopn, þetta er eitthvað sem má deyja snöggt að mínu mati úr leikjum.

Fyrir trophy glaða leikmenn þá er ekki nauðsynlegt að opna kisturnar tengdar Initiates og Companion appsins.

10471336_10203283365345049_2074619537664237825_o

Netspilun:

Síðustu AC leikir hafa haft frekar frumlega fjölspilun sem var fín viðbót við leikina, í þetta sinn hefur henni verið sleppt og í þess stað komin með co-op spilun. Leikmenn geta séð hvaða vinir þeir eru að spila leikinn og hægt er að spila viss verkefni saman ásamt því að taka þátt í sérstökum ránum saman. Þetta er skemtileg viðbót við seríuna og er gaman að laumast um með öðrum vinum og stinga ólánsama verði í hnakkann eða ræna fjársjóði saman.

Það einna helst sem er hægt að finn að co-op spiluinni eins og er, hefur mest að segja um hvernig ramma hraði (fps) leiksins tekur stundum svanadýfur og gerir stundum erfitt að spila leikinn.

Það verður gaman að sjá hvernig verður unnið með þessa hluti í næstu leikjum.

91CEzzqJjOL._SL1500_

Lokaorð:

Það er pínu erfitt að taka þennan leik fyrir, á köflum er hann frábær skemmtun og sýnir nokkra hluti sem gætu glætt smá lífi í seríuna. Það sem fer með leikinn eru tæknilegu örðuleikar hans sem skemma oft mjög fyrir spilun hans. Það er búið að vera viss umræða í nokkurn tíma að einn leikur á ári (tveir þetta árið) sé of mikið og kannski sé gáfulegt að þeir komi út annað hvert ár. Það er margt til í þessu, Unity var varla kominn út þegar að fréttir láku út um Assassin‘s Creed: Victory sem á að koma á næsta ári og gerast í London.

Hættan við þreytu á seríunni er frekar sterk og getur komið niður á velgengni seríunnar. Það er síðan annað með að gefa út leiki árlega þá eru minni möguleikar að gera stærri breytingar sem ná að færa leikina upp á næsta stig í stað að byggja ávallt ofan á síðasta grunni aftur og aftur.

Það er því miður ljóst að Ubisoft hefði átt að bíða með að gefa leikinn út og gefa honum aðeins lengri tíma í vinnslu, ef það hefði verið gert þá hefði leikurinn átt séns að standa uppi við hliðina á Assassin‘s Creed II í gæðum.

Þrátt fyrir þessa hluti hafði ég mjög gaman af leiknum, enda aðdáandi seríunnar og hef spilað þá alla í gegn, ég sökkti 30-35+ tímum í leikinn ef ekki meira og það eru enn kistur að opna, verkefni að leysa og staðir að kanna betur.

Ég held samt að Ubisoft þurfi að skoða alvarlega að gefa leikina út annað hvert ár í stað á hverju eins og Call of Duty. Þeir leikir eru mikklu einfaldari og þurfa minna en svona stórir leikir eins og AC ofl.

Einkun: 7.5 af 10 Mögulegum
Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.