Evolve

x2zyjVO

Framleiðandi: Turtle Rock Studios
Útgefandi:        2K Games
Útgáfudagur:   10.02.2015
Leikurinn var spilaður á Playstation 4.

 

Stutt kynning

Evolve hefur vakið talsverða athygli frá því að hann var fyrst kynntur til sögunnar um miðjan janúar á síðasta ári enda fáir leikir sem líkjast þeirri spilun sem hann hefur upp á að bjóða. Evolve var meðal annars valinn „Best of Show“ á E3 í júní í fyrra og því hafa ansi margir beðið spenntir eftir eintaki af leiknum sem kom loksins út þann 10. febrúar síðastliðinn.

Evolve gerist á hinni fjarlægu plánetu Shear en þar hefur mannkynið komið upp hinum ýmsu nýlendum sem síðar varð ógnað af ógnarstórum skrímslum. Eftir að skrímslin tóku að birtast og myrða og eyðileggja það sem mennirnir höfðu byggt tóku þeir að ráða til sín hóp veiðimanna til þess að stöðva eða drepa skrímslin.

evolve-review-screenshot-5

Nýlendurnar á plánetunni Shear bjóða upp á margvíslegt umhverfi og veðurfar, allt frá snjó, gróðri þaktri grundu og eyðilendi sem í sumum má finna byggðir manna. Borðin eru þó nokkur en spilanlegir veiðimenn eru þrír í hverjum hópi, þ.e. tólf talsins og spilanleg skrímsli telja þrjú stykki (fjögur fyrir þá sem fá Behemoth skrímslið með forpöntuðum eintökum).

Spilun

Hér er þar sem Evolve verður hvað áhugaverðastur en spilun leiksins sker sig úr frá flestum leikjum sem spilarar eru vanir. Evolve gengur að mestu út á að lið fjögurra veiðimanna, einn úr hverjum fjórum tegundum þeirra eltist við að klófesta og deyða skrímslið sem ógnar þeim hverju sinni. Evolve spilast í fyrstu persónu og gerir út á að spilarar vinni vel saman gegn þeim spilara sem fer með hlutverk skrímslisins.

Án þess að kafa of djúpt í einstaka tegundir veiðimanna er þó nauðsynlegt að kynna þá fjóra flokka sem standa spilurum til boða en það eru assault, medic, support og trapper. Assault hópurinn er sá sem gerir hvað mestan skaða á skrímslið með þyngri og kraftmeiri vopnum. Medic er eins og nafnið gefur til kynna sá hópur sem heldur lífi í hinum á meðan bardaganum stendur eða jafnvel endurvekur þá frá dauðum. Support sér um margvíslegan stuðning við liðið, gerir þá til dæmis ósýnilega, veitir þeim skjöld eða aðstoðar við að hafa uppi á skrímslinu. Trapper er svo sá hópur sem þarf að tjóðra skrímslið eða takmarka það við ákveðið bardagasvæði svo hinir geti gert tilraun til þess að fella það.

Evolve-Alpha-Gameplay-Medic-Val-Kraken

Skrímslin eru þrjú (fjögur í sumum tilfellum) sem hvert og eitt hefur sérstaka eiginleika. Spilarar byrja með þrjú stig til þess að velja á milli þeirra fjögurra eiginleika sem þeir vilja nýta hjá skrímslinu sem þeir geta svo bætt við þegar þeir komast upp á næsta stig. Til þess að þróa skrímslið frá fyrsta stigi yfir á það þriðja, þarf að drepa og éta hræ þar til það hefur fengið næga fæðu til þess að þróast. Þetta tekur tíma og því afar mikilvægt að fyrst um sinn séu spilarar færir í að komast hjá því að rekast á veiðimennina þar sem í flestum tilfellum er auðvelt að fella fyrsta stigs skrímsli. Góð þekking á borðum leiksins er því afar gagnleg spilurum sem fara með hlutverk skrímslisins því það er enginn brandari að fella færan spilara í stigi þrjú.

Það sem virkar hvað best í Evolve er í hversu miklu jafnvægi leikurinn er, hversu vel er hægt að vinna saman séu lið að nýta kosti hvers spilara úr hverjum hópi. Af þessu verður að það getur verið himinn og haf á skemmtanagildi leiksins sé spilað með liði af handahófi eða hópi af góðum „pre-made“ hópi spilara þar sem samskipti er lykilatriði. Á móti kemur að leikir með spilurum sem ekki sinna sínu hlutverki geta orðið hundleiðinlegir og langdregnir. Til dæmis um það má nefna Trapper sem ekki er að ná að festa skrímslið fyrir hina eða Medic sem er ekki halda lífi í eða endurvekja liðið frá dauðum geta dauðadæmd leikinn frá upphafi.

2K_Evolve_StudioTour_Battle_Kraken1

Leikjategundir Evolve eru því miður ekki fleiri en fjórar en þær eru Hunt, Rescue, Nest og Defend. Spilarar geta einnig farið í Evacuation þar sem þeir spila allar leikjategundir og borð sem leikurinn hefur upp á að bjóða á fimm dögum af bardaga (dagur fyrir hvern leik). Hver leikjategund hefur þó hver sitt ágæti, í nest eiga veiðimennirnir að eyðileggja egg skrímslisins og þegar þau öll eru ónýt hafa þeir sigrað leikinn. Þetta er þó ekki svo einfalt því skrímslið getur látið eggið klekjast út og þá færð það sérlega aðstoðarmenn við að drepa veiðimennina, segjum bara að þriðja stigs skrímsli og tvö smærri skrímsli í eftirdragi er ekkert til þess að óska eftir. Rescue leikjategundin er áhugaverð, þó yfirleitt sú styðsta þar sem spilarar þurfa bara að endurlífga og bjarga fimm eftirlifendum á meðan skrímslið þarf að myrða fimm. Defend er þó í sérlegu uppáhaldi og jafnframt ávallt sú leikjategund sem spilast á fimmta degi Evacuation. Stór og mikill bardagi við skrímslið og aðstoðarskrímsli þess á meðan þau reyna að komast í gegnum varnir veiðimannana.

evacuation_infographic

Í Evacuation skiptir hver sigur og hvert tap miklu máli þar sem það getur haft margvíslegar breytingar í för með sér í borðinu og hallar á þann sem tapaði síðasta leik. Þegar veiðimennirnir sigra geta þeir til að mynda fengið stöðvar til þess að endurheimta fullt líf. Þegar skrímslið vinnur geta vötn og mýrir leiksins orðið eitraðar og skaðleg veiðimönnum eða skrímslið jafnvel fengið „transfer gates“ sem skjótari ferðamáta á flótta sínum undan þeim sem á það sækja. Í borðunum geta skrímsli og veiðimenn einnig drepið önnur dýr sem lifa á hverju svæði fyrir sig og fengið margvísleg „buff“ sem gagnast öllu liðinu.

Þessar breytingar í gegnum framvindu leiksins eru afar skemmtileg og fjölbreytt viðbót en alls ekki nægilega mikil til þess að maður gleymi þeirri staðreynd að Evolve inniheldur alls ekki nægilega mikið efni. Eitt af því sem undirrituðum mislíkaði hvað mest við Evolve er hversu lítið og ófjölbreytt efni leiksins er og hversu fljótt hann fellur í sífella endurtekningu.

99d8e80c24e0c1d4871a45f9d33fc8f799c641d7.jpg__620x348_q85_crop_upscale

Grafík og hljóð

 Evolve er fagur leikur, borðin eru vel hönnuð og möguleikarnir eru margir fyrir lóðrétta spilun þar sem nóg er af „high“ og „low ground“ sem gera eltingaleikinn við skrímslið oft á tíðum vandasaman en yfirleitt skemmtilegan.

Hljóðvinnslan er að mesta mjög góð, spilarar geta auðveldlega hlustað á umhverfið, fuglana sem skrímslið fælir frá sér og skelkað lífríkið á svæðinu, titring og skjálfta þegar þriðja stigs Behemoth gengur um svæðið svo lengi megi telja. Það sem virkar þó ekki alltaf jafn vel er oft á tíðum lítilfjörleg og síendurtekin einna línu undur sem nokkrar þreyttar staðalímyndir leiksins hafa upp á að bjóða. Það er ekki ýkja mikið varið í talsetningu og uppbyggingu karaktera leiksins, þó undirritaður hafi ekki búist við miklu af fjölspilunarleik sem þessum þá hefði mátt fara örlítið meiri vinna í þann hluta leiksins.

0

Á móti kemur að þó að vopnin hljóma eins vel og þau flest hver virka en það besta er og jafnframt kannski það mikilvægasta er að hljóðvinnsla skrímslanna er frábær. Þau líta ekki einungis út fyrir að vera ógnvekjandi, heldur hljóma þau í algjöru samræmi við það.

Samantekt

Evolve er fyrir það fyrsta frábær hugmynd sem einnig getur spilast mjög vel, leikurinn og spilanlegir krakterar hans eru í afar góðu jafnvægi sem býður upp á mikið og taktískt samspil. Skrímslin er engu síðri og góðir spilarar ættu að geta haft heilmikið gaman að því að nýta hvern krók og kima í vel hönnuðum og fallegum borðum leiksins til þess að éta og þróast þar til það verður reiðubúið í bardagann.

Það sem vegur aðeins upp á móti frábærri spilun leiksins er hversu lítið efni hann hefur upp á að bjóða frá degi eitt, borðin eru mörg (fjórtán held ég alveg örugglega) og mismunandi en leikjategundirnar sjálfar fáar. Þrátt fyrir að leikurinn og borðin bregðist við sigrum og töpum þá breytir það ekki þeirri staðreynd að Evolve verður fljótt þreyttur eftir sífellt svipaða leiki hver á eftir öðrum.

Það er himinn og haf á milli þess hversu mikið gaman hægt er að hafa úr leikjum Evolve, fyrir alla sem eiga eintak eða eiga eftir að fjárfesta í eintaki þá er leikurinn þó vel þess virði. Það sem spilarar þurfa þó að hafa í huga er það að spila með liði af handahófi getur orðið meiri kvöð og pína en skemmtun séu einstaka spilarar með höfuðið í rassgatinu á sér. Leikir spilaðir með góðu“pre-made“ liði og sérstaklega í góðra vina hópi getur þó orðið hin mesta skemmtun og einstaka leikir orðið eitt besta fjölspilunar „action“ síðustu ára.

Lokaeinkunn: ★★★★★★★½☆☆ 

7.5 af 10 mögulegum.

Kærar þakkir til Senu fyrir eintak af leiknum.

Höf.: Steini (Grjoti)