PlayStation 4 selur 20.2 miljón eintök á heimsvísu

1118_PS4_630x420

PlayStation 4 hefur selst í 20.2 Miljón eintökum á heimsvísu að sögn Sony.

Þessi tala er þær vélar sem hafa verið seldar til neytenda frá útgáfunni í Nóvember 2013 til 1. Mars 2015.

Sony var í 18.5 Miljón í byrjun Janúar mánuði og síðan þá hafa 1.7 Miljón vélar selst, það verður að teljast gott þar sem að Janúar og Febrúar mánuðir eru oftast frekar daufir mánuðir í sölu og leikja útgáfu.

Sony sagði að PS4 sé með hraðasta og sterkasta vöxtinn af PlayStation vélbúnaði frá byrjun. Hægt er að kaupa vélina í um 123 löndum um heiminn.

„We are so grateful for the enormous support from PlayStation fans worldwide, and we are truly humbled that gamers around the globe have continued to select PS4 as the best place to play,“ Sony Computer Entertainment boss Andrew House said.

„We remain steadfast in our commitment to deliver unique and interactive entertainment experiences powered by the network and the PS4 system’s deep social capabilities.“

Sony hefur haft forskot í sölunni á nýjum leikjavélum fyrir Microsoft hingað til, þó hefur Xbox One selst betur en Xbox 360 á sama tíma. Í Nóvember í fyrra hafði Microsoft selt 10 Miljón Xbox One vélar til verslanna.

Velgengni PS4 hefur hjálpað Sony á erfiðum tíma þegar að aðrir deildir fyrirtækisins hafa ekki staðið undir væntingum. Þriggja ára áætlun fyrirtækisins miðar mikið í kringum velgengni PlayStation merkisins.

Það kom síðan fram að um helmingur allra PS4 eiganga eru áskrifendur að PlayStation Plus þjónustu Sony, sem á meðal annara hluta gerir fólki kleyft að spila saman á netinu ásamt að njóta ýmsa bónusa þar á meðal leikja í hverjum mánuði fyrir PS3, PS4 og PS Vita.

Heimild: Eurogamer