Borderlands 1 kemur á PS4 ef nógu margir vilja það

maxresdefault (4)

Síðar í vikunni kemur út Borderlands: The Handsome Collection á PlayStation 4 og Xbox One og inniheldur uppfærða útgáfu af Borderlands 2 og Borderlands: The Pre-Sequel. Glöggir taka eftir að upprunalegi Borderlands er ekki í pakkanum.

Það þarf ekki endilega að þýða að leikurinn frá 2009 skili sér ekki á PS4 og Xbox One að sögn Gearbox. Randy Pitchford forstjóri fyrirtækisins sagði ef að Handsome Collection gengur vel þá er mögulegt að útgefandi leikjanna 2K Games íhugi mögulega að koma með leikinn á nýju leikjavélarnar.

„The fact that The Handsome Collection has Borderlands: The Pre-Sequel and Borderlands 2 means there’s still that original game that isn’t on next-gen yet,“ Pitchford said on the latest episode of the Major Nelson Radio podcast. „If this is successful, I’m sure the folks at 2K, the people that care about publishing and figure out how to get content in customers’ hands if customers want it, will be noticing that. And I’d love to have those conversations about how to bring Borderlands 1 to next-gen.“

Einn vandi við þetta að sögn Pitchford er að Bordlernads keyrir á eldri grafíkvél en hinir tveir leikirnir og myndi fyrir vikið þurfa talsvert meiri vinnu að keyra á PS4 og Xbox One. En Gearbox myndi þó geta yfirstigið þann vanda.

„Ef Handsome Collection gengur nógu vel þá er möguleiki að réttlæta þetta, ég myndi elska að hafa alla seríuna á sömu kynslóð.“

Við verðum eimmit með gagnrýni á Borderlands: The Handsome Collection fljótlega og er þetta spennandi pakki sem inniheldur tvo flotta leiki og fáránlega mikið magn af DLC 🙂

Gearbox er núna að vinna að fjölspilunar leiknum Battleborn og Borderlands 3. Ekkert er eins og er að frétta af nýjum Brothers in Arms leik þó að fyrirtækið hefur rætt um að vilja búa til annan leik.

Heimild: Gamespot