Borderlands: The Handsome Collection

11073403_10153197121281948_5145969461877862064_n

Framleiðandi: Gearbox Software, 2K Australia, Armature Studios, Iron Galaxy Studios.
Útgefandi: 2K Games
Útgáfudagur: 27.03.2015
Útgáfa spiluð: PS4
Heimasíða: http://borderlandsthegame.com/index.php/game/borderlands-the-handsome-collection

Kynning:

Borderlands: The Handsome Collection sem kom út fyrir stuttu á PlayStation 4 og Xbox One, er safnpakki sem inniheldur Borderlands 2 og Borderlands: The Pre-Sequel ásamt öllu því DLC (niðurhalsefni) sem hefur verið gefið út fyrir leikina.

Að segja að þetta sé gríðalegur pakki með nóg að gera er líklega ekki nógu sterkt tekið til orða. Bara leikirnir sjálfir eru nokkrir tugir tíma og geta tekið vel uppí 100-250+ tíma að klára að fullu og með því aukaefni sem leikirnir bjóða uppá.

Oft er kvartað undan að leikir bjóði ekki uppá næga spilun fyrir peninginn en það verður líklega aldrei hægt að segja það um þennan pakka.

hc_screen12

Saga:

Það verður ekki endilega farið djúpt í gegnum sögu Borderlands 2 og Borderlands: The Pre-Sequel hérna. Ég bendi á gagnrýni fyrir síðari leikinn sem ég skrifaði í lok árs í fyrra og má finna hana hérna.

Það sem helst þarf að segja að báðir leikirnir gerast á og í kringum dularfullu plánetuna Pandora þar sem er að finna skrítnar og dularfullar „Vaults“ sem geyma mikil dýrmæti og á sama tíma mikklar hættur fyrir hvern sem er nógu vitlaus að hætta sér þangað. Eftir atburði enda fyrsta Borderlands leiksins þá er plánetan full af nýjum hættum og ævintýrum að upplifa og gróða til að komast yfir. Borderlands 2 segir frá baráttu Handsome Jack eins og hann er kallaður, sem er yfirmaður Hyperion fyrirtækisins og vill komast yfir þessa nýjum auðlind Eridium sem spratt fram eftir enda Borderlands.

Borderlands: The Pre-Sequel gerist á milli atburða Borderlands og Borderlands 2. Saga leiksins kafa dýpra í sögu Pandora og hvernig Handsome Jack, aðalóþokki Borderlands 2 varð svona gríðalega huggulegur og indæll náungi (eða þannig). Sagan er sögð í „flashback“ af Athena sem er ein af þeim fjórum persónum sem er hægt að spila leikinn. Hún segir frá þegar hún ásamt, Nisha, Wilhelm og Claptrap brotlenda á Helios herstöð Hyperion fyrirtækisins og komist í kynni við Jack sem vinnur fyrir Hyperion.

Colonel Tungsteen Zarperdon hefur ráðist á stöðinni með Dahl hermönnum og hefur byrjað að nota vopnabúr hennar til að ráðast á Elpis tunglið sjálft. Það er auðvitað hlutverk þín og þriggja vina að stöðva hana og bjarga Elpis og í leiðinni finna hvar dularfulla Vaultið er og allt flotta góssið sem bíður ykkar þar.

DLC efni beggja leikjanna sem fylgir með fyllir uppí sögu leikjanna ásamt að bæta við vopnum, óvinum, svæðum, persónum til að spila ofl.

202655_detail_v2

Grafík og Hljóð:

Ein af stærri ástæðunum til að fjárfesta í Borderlands: The Handsome Collection liggur í stökkinu sem leikirnir taka frá PlayStation 3 yfir til PlayStation 4 og stökkið úr 720p í 1080p grafík og aukinn ramma hraða (fps) 30 í nær 60 fps hraða. Leikurinn nær ekki alveg alltaf að halda því þótt hann reyni það. Helst sem fólk tekur eftir slakari fps er í 4 leikmanna couch co-op sem leikurinn bíður uppá. Þar helst tekur leikurinn stökk niður í ramma hraða. Þegar er spilað í co-op á netinu þá er þetta talsvert minna mál.

Leikirnir hafa ávallt haft flottan stíl að mínu mati og ná að skera sig frá hinum hefðbundnu skotleikjum sem ráða yfir markaðnum. Borderlands leikirnir eru mjög lítríkir og hjálpar það mikið til að gera það skemtilega og er oft gaman að sjá litadýrðina þegar hasarinn er sem mestur.

Hljóð og raddsetningin er mjög fín og hafði ég sérstaklega gaman af henni í Borderlands: The Pre-Sequel sem er með sérstökum Áströlskum blæ. Það vakti upp góðar minningar að hlusta á óvinina og persónur tala með Áströlskum hreim og slangri. Fyrir einhvern sem átti einu sinni heima þarna í smá tíma var þetta meiriháttar gaman að hlusta á, hljómar örugglega mjög skrítið fyrir aðra.

hc_screen4

Spilun:

Að spila Borderlands 2 er mjög líkt hefðbundnum skotleikjum í stjórnun, í The Pre-Sequel er það aðeins öðruvísi þar sem þarf að kljást við lægra þyngdarafl á Elpis tunglinu og skort á súrefni, nema að þú spilir sem vélmennið Claptrap.

Það sem hefur gert Borderlands leikina svo vinsæla er co-op spilun þeirra, hið gríðalega úrval af vopnum sem leikurinn býr til (þótt ekki sé vit endilega í þeim öllum), allt það loot sem leikurinn kastar frá sér reglulega, skemmtilegir óvinir, alltaf nóg að gera, fjölbreytileikinn á milli þeirra persóna sem er hægt að spila, sérstaklega þegar DLC persónurnar bætast við.

Eitt virkilega flott sem Gearbox gerðu fyrir þá sem eru að koma í þetta safn eftir að hafa spilað fyrri leiki á PS3 eða Xbox 360 er að það er hægt að færa persónur sínar, badass ranks ofl á milli kynslóða leikjavéla, en bara innan sömu fjölskyldu. Þetta gerir auðvelt að halda áfram með árángurinn sem maður var að spila með á PS3 eða PS Vita. Það er síðan hægt að færa árángurinn tilbaka, eina sem þarf að hafa í huga er þá er best að eiga DLC efni leiksins á eldri vélinni líka annars virkar ekki saving tekin af PS4 í t.d Borderlands 2.

claptastic_screen2

Ending:

Hérna er ekki hægt að kvarta undan virði fyrir peninganna,  Borderlands: The Handsome Collection inniheldur fáránlega mikið magn af efni til að spila og ætti það að endast fólki fram á sumarið og jafnvel lengur léttilega. Síðan er hægt að spila leikina aftur í New Game+ með erfiðari óvinum og betra looti.

Lokaorð:

Er pakkinn fullkominn? Nei hann er það ekki, það sem kannski er erfiðast fyrir marga með hægar nettengingar er að það bíður fólks 8GB plástur fyrir leikinn sem inniheldur DLC pakka fyrir Borderlands: The-Sequel sem náðist ekki að klárast áður er safnið var pressað á diska. Það hefði verið betra ef það hefði verið með pakkanum. Leikurinn nær ekki að halda stöðugum 60fps þrátt fyrir að reyna sitt besta og sófa co-op þjáist líklega mest þar.

Þrátt fyrir að hafa spilað þessa leiki í ræmur á eldri kynslóðum og PC þá finna ég mig strax sökkva mér aftur í spilun þessa leikja og hafa jafn gaman af þeim og áður. Þessi pakki ætti að hjálpa talsvert að gera biðina eftir Borderlands 3 aðeins betri.

Það er erfitt að kvarta undan innihaldinu í Borderlands: The Handsome Collection það er efni til að endast í langan tíma á sanngjörnu verði. Það er eitthvað sem því miður er hægt að setja út á marga leiki í dag sem ná því engan veginn. Það er auvitað ekki 100% sanngjarnt þó að bera saman safn pakka eins og þennan við venjulegan leik, en einn Borderlands leikur inniheldur þó meira efni en meðal leikur.

Ef að þú ert Borderlands aðdáandi, eða vilt spila með vinum í co-op heima eða í gegnum netið, hefur gaman af leikjum sem gefa alvöru loot (ólíkt Destiny), þá er þetta líklega pakkinn fyrir ykkur.

Einkun: 8 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.