Submerged

Submerged_Banner

Framleiðandi/Útgefandi:  Uppercut Games
Útgáfudagur: 05.08.2015
Útgáfa spiluð: PS4
Heimasíða: http://www.uppercut-games.com/submerged

Kynning:

Submerged er þriðju persónu ævintýra leikur sem setur þig í spor ungrar stelpu að nafni Miku sem þarf að hjálpa særðum bróðri sínum Taku í dularfullri borg sem er nærri öll á kafi í sjónum.

Þau komu til borgarinnar á littlu fiski báti og notar Miku hann til að komast á milli háhýsanna í leit af vistum til að hjálpa bróður sínum að lifa af.

Í gegnum ferð sína í borginni kemst Miku af ýmsu um sögu borginnar og þau leyndarmál sem eru enn að finna þar.

ImageGallery01

Saga:

Heimurinn sem leikurinn gerist í virðist hafa gegnið í gegnum miklar harmfarir og hefur sjávarmálið hækkað umtalsvert og fólkið sem lifði af, hefur horfið tilbaka til einfaldari lífshátta og ættbálka lífs.

Hvað gerðist fyrir heiminn er sagt í litlum brotum af hlutum sem er hægt að finna á víð og dreif um háhýsi borgarinnar. Þau eru sögð í myndmáli og ef safnað er öllum 60 þá erum við aðeins nær hvað gerðist. Þó þarf að fylla talsvert uppí söguna sjálfur og hvað gerðist. Miku og bróðir hennar tala nær ekkert og þegar það er þá er það á óskiljanlegu tungumáli.

Þetta er leikur þar sem að sagan er ekki mikið fyrir að segja sig og upplifunin sem þú verður fyrir er persónulegri fyrir vikið. Eða það er það sem leikurinn er að reyna að gera. Mér varð pínu hugsað til Ico á PlayStation 2 þó er Sumberged mikklu einfaldari og styttri leikur.

Ég hafði gaman að sjá hvernig sagan fór þegar leið á og hvaða fórnir Miku lagði á sig fyrir bróður sinn. Eitthvað sem er þess virði að upgvöta á eigin spítur.

ImageGallery05

Grafík og Hljóð:

Leikurinn keyrir á Unreal 4 grafíkvélinni og getur á köflum litið gullfallega út. Háhýsi dularfullu borgarinnar glitra í tungsljósinu og heimurinn tekur breytingum þegar að dagur og nótt skiptast á að lýsa upp heiminn.

Eitt af því flottara í leiknum gerist þegar að sólinn er farinn niður og sjórinn tekur breytingum og glóir á dularfullan hátt og dýralífið syndir eftir niðurníddum glerhýsum borgarinnar.

Hljóðið og tónlistin í leiknum eru frekar góð og ná að skapa dularfulla stemmningu í borginni, hún er samin af Jeff van Dyck sem hefur samið mikið af tónlist fyrir Total War leikina.

Það var gaman að sjá Áströlsku áhrif leiksins í umhverfin heimsins og mátti sjá nokkrar kunnulegar byggingar og brýrir fyrir þá sem hafa áður komið til Sydney í Ástralíu.

Eitt það sem ég tók stundum eftir og það var smá hökt í leiknum þegar ég var að fara hratt í borginni á bátnum.

ImageGallery10

Spilun:

Það er ekki flókin spilun leiksins né þrautir hans. Miku er stjórnað í þriðju persónu og gengur spilun leiksins út á að hún siglir báti sínum eftir borginni og notar sjónaukann sinn til að koma auga á vistirnar sem henni vantar fyrir bróður sinn.

Það er engin refsins fyrir að mistakast, það er ekki hægt að detta fram af byggingum eða úr bátnum, það eru engir óvinir að berjat við eða tími til að reyna að klára verkefni áður. Þetta er allt um hennar leit að bjarga bróður sínum í pínu einfaldri spilun.

Hún sér þær, uppfærslur fyrir bátinn til að fara hraðar eða leynda hluti sem segja sögu borgarinnar og bætast þeir hlutir sjálfkrafa við kort leiksins. Það er síðan siglt upp að byggingunni og byrjað að klifra upp. Það er vanalega bara einn staður að byrja ferðina og stundum þarf síðan að þvælast aðeins til að finna leyndu hlutina, eitt sem er spes er að þegar Miku hefur fundið vistirnar sem hún er að leita af þá byrjar myndbrot strax og heldur sögunni áfram og flytur hana aftur til bróður síns. Svo ef þú hefur gleymt að grípa eitthvað áður þá þarf að fara aftur að byggingunni eftir á og byrja klifrið á ný. Einn kostur þó við leikinn er að þegar sagan er búinn er enn hægt að þvælast um borgina og klára að skoða sig um og eltast við trophy‘s.

ImageGallery04
Ending:

Leikurinn er ekki sérstaklega langur og tekur frá 3-5 tímum að klára leikinn og finna allt sem er í boði. Vandinn við þetta er kannski að það er lítil ástæða til að kíkja aftur á leikinn þegar er búið að finna allt og grípa öll trophy‘s sem eru í boði. Leikir eins og Journey, Braid, Portal, Brothers: A tale of two Sons, Flower og The Vanishing of Ethan Carter hafa þó sýnt að lengd er ekki endilega alltaf eitthvað vandamál ef að spilun leiksins er góð og lítið mál að koma tilbaka og upplifa leikinn á ný. Á sama hátt er langur leikur ekki samasem merki um einhver gæði.

ImageGallery07

Lokaorð:

Spurningin er hvort að Submerged hafi slíkt í boði, og því miður miðað við mína spilun af leiknum þá hefur hann ekki alveg það sama og leikirnir eru nefndir að ofan. Heimurinn og sagan sem er sögð eru góð, en mjög einföld alveg eins og spilun leiksins. Leikuinn kostar núna £.11.99 ef þú ert með PS Plus áskrift annars £.14.99.

Sagan þó einföld hafði ég gaman af og fannst gaman að upplifa heiminn sem Submerged bíður uppá. Það sem mér fannst helst að leiknum er hve einfaldur hann er í spilun og bíður uppá mjög takmarkaða endurspilun.

Ég myndi helst segja við fólk er að skoða leikinn áður og sjá hvort að hann er fyrir ykkur, ef þið eruð ekki viss þá bara bíða eins og sjá hvort að verðið lækki aðeins og grípa hann þá.

Einkun: 6,5 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.