The Vanishing of Ethan Carter

the-vanishing-of-ethan-carter-walkthrough

 

Framleiðandi/ Útgefandi:  The Astronauts
Útgáfudagur: 15.07.2015
Útgáfa spiluð: PS4
Heimasíða: http://ethancartergame.com/

Kynning:

Tölvuleikir sem bjóða upp á nýja þætti í spilun og hvernig saga leikjana er sögð eru byrjaðir að ryðja sér til rúms og bætast í leikjaflóruna. Þetta eru leikir á borð við Journey, Dear Esther, Everybody‘s gone to the Rapture og núna The Vanishing of Ethan Carter.

Leikurinn er hannaður af fyrirtækinu The Astronauts sem er byggt upp af fyrrum starfsmönnum Pólska fyrirtækisins People Can Fly sem höfðu unnið að Painkiller og Bulletstorm leikjunum og stofnuðu fyrirtækið til til að búa til The Vanishing of Ethan Carter.

2014-09-27_00006

Saga:

Leikurinn setur fólk í fótspor einkaspæjarans Paul Prospero árið 1973 sem hefur mikinn áhuga á hinu dularfulla og dulræna. Hann fær bréf frá 12 ára drengi að nafni Ethan Carter sem er í mikilli hættu og Paul fer til Red Creed Walley í leit að honum og kemst af því að hlutirnir eru jafnvel verri en hann grunaði. Ethan er týndur og Paul byrjar að kanna svæðið og pússla saman hvað hefur gerst þar og svífur andi H.P. Lovecraft og Edgar Allan Poe yfir Red Creed Walley.

Paul hefur dularfullan hæfileika að tala við þá látnu og með þeim og gáfum leikmanna er hægt að byrja að raða saman hvaða hræðilegu hlutir gerðust og vonandi komast að því hvað varð um Ethan Carter.

vanishing-of-ethan-carter-3-100509833-gallery

Grafík og Hljóð:

PlayStation 4 útgáfa leiksins er fyrir margar sakir merkileg, leikurinn tekur stökk frá Unreal Engine 3 yfir í Unreal 4 grafíkvélina og verður að segjast að leikurinn er eitt það flottasta sem er hægt að sjá og er það pínu spes miðað við að leikurinn er ekki nema 5GB. Þegar að leikurinn kom út í fyrra á PC þá keyrði hann ennþá á UE3 vélinni og mun þessi útgáfa verða uppfærð í UE4 síðar.

Það er frekar stórt umhverfi sem leikurinn býður uppá og er mjög gaman að fara um þann hluta Miðvestur ríkja Bandaríkjanna sem leikurinn skartar. Þegar Paul er síðan að rannsaka hinn dulræna heim er flott að sjá hvernig heimurinn breytist í hálf svarthvítan heim með bláum undirtónum.

Hljóðhönnun leiksins og raddsetningin er flott og gefur góðan tón fyrir þær tilfinningar sem leikurinn er að reyna koma fram. Það er kannski ekki mikið um raddsetningu í leiknum en það sem er til staðar er vel gert. Tónlistin og hljóðið ná að draga mann inn í heiminn og vilja kanna hann nánar.

TheVanishingOfEthanCarterClues

Spilun:

Leikurinn gerist í opnu umhverfi þar sem að leikmenn geta farið um og kannað svæðið eftir eigin höfði. Leikurinn tekur eimmit fram í byrjun að hann haldi ekki í hendinni á leikmönnum og bíður þeim í staðinn að kanna leikinn og heiminn á eigin vegu.

Stjórnunin er ekki flókin sem slík, þegar Paul finnur eitthvað til að eiga við eða rannsaka þá er nóg að ýta á X takkann til að skoða það og nota. Eitt sem leikurinn hefur til að auðvelda lífið og eitthvað sem hefði vantað í Everybody‘s going to the Rapture er takki til að hlaupa hraðar.

Í gegnum söguna hefur Paul tækifæri að leysa dularfull morðmál sem er best að segja sem minnst um. Það var þó forvitnilegt að rannsaka glæpavetvanginn og raða saman atburðarrásinni.

TVoEC_ScreenShot_03
Ending:

Eins og með aðra slíka leiki þá er sagan ekki endilega mjög löng, en hún þarf ekki heldur að vera það. Það tekur svona 4-5+ tíma fyrir flesta að að klára leikinn og skoða sig um. Það er eitt sem er gott að eftir að þú hefur klárað söguna í fyrsta sinn, er hægt að hoppa á milli staða á kortinu og leysa ókláruð verkefni ef einhver eru.

Helsti vandinn sem svona leikir eiga við oftast er endurspilun þeirra og er The Vanishing of Ethan Carter engin undantekning. Það sem hann hefur til að heilla fólk er gullfallegur heimur sem er auðvelt að gleyma sér í og stara á þennan dularfulla og drungalega heim sem er í boði.

TVoEC_ScreenShot_14_Cemetery

Lokaorð:

Hvernig leikurinn er spilaður er kannski ekki flókið, en það er endilega aðalmálið. Eins og í Journey þá er ferðalagið sem leikmenn fara í gegnum mikilvægara en endirinn. Það sem Ethan Carter færir er dimm og drungaleg saga sem er á köflum mjög sorgleg en er þess virði að kanna nánar til enda.

Ef að þið eruð ekki enn viss með hann, þá er spurning að skoða myndbönd af honum á netinu eða bíða eftir að hann lækkar eitthvað í verði, hann er þess virði.

Einkun: 8,5 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar