Tresspasser verður síðasta DLC fyrir Dragon Age: Inquisition

IMAGE_04_EN

Á PAX Prime sýningunni um helgina staðfesti BioWare að ný viðbót fyrir Dragon Age: Inquisition að nafni Trespasser væri á leiðinni.

Sagan gerist tveimur árum eftir atburði kjarna leiksins, sagan mun tákna endalok Inquisition. Quanari kynþátturinn mun leika stórt hlutverk í viðbótinni. BioWare hefur áður gefið út smærri og stærri uppfærslur fyrir leikinn ásamt viðbótum við fjölspilun leiksins.

Að sögn Mike Laidlaw hönnunarstjóra leiksins, þá mun saga DLC fókusa á „þá baráttu í heimi þar sem enginn hefur lengur þörf fyrir hetju að bjarga sér“ og mun innihalda vísbendingar um hvað er næst á döfunni í seríunni. Laidlaw sagði að leikmenn fá tækifæri að „búa til sína eigin arfleið.“ Til þess að spila þessa viðbót er nauðsynlegt að vera með karakter sem hefur klárað aðalsögu leiksins.

Aðrar viðbætur við leikinn verða ný föt til að klæðast og möguleginn að uppfæra hluti sem þið eigið á netið og deila þeim með öðrum persónum sem þið eigið sem eru ekki komin eins langt í sögunni.

Trespasser kemur út þann 8.sept í N-Ameríku og 9. sept í Evrópu.

Að okkar mati var Dragon Age: Inquisition frábær endurkoma seríunnar eftir slakan Dragon Age 2 og verður gaman að sjá hvað BioWare gerir næst.

Heimild: Polygon