Pro Evolution Soccer 2016

PES2016_PS4_Inlay_Standard.indd

Framleiðandi: PES Productions
Útgefandi: Konami
Útgáfudagur: 18.09.2015
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PS3.
Heimasíða: https://pes.konami.com/en/pes2016

Kynning:

Það er komið enn eitt árið og nýjar útgáfur af Pro Evolution Soccer og FIFA eru komnar út til að keppa um hylli fótbolta áhugafólks um allan heim. Pro Evo eða PES eins og hún er oft kölluð er búin að vera í talsveðri endurbyggingu síðustu árin eftir að hafa fölnað mikið frá fræðardögum sínum á PlayStation 2. PES 2015 í fyrra var stórt stökk fyrir Konami og sýndi að það var enn líf í gömlum glæðum og möguleikar á endurnýjun.

FIFA 16 gefur ekkert eftir og spurningin er hvort að gamli PES á roð í risann sem EA Sports dælir út árlega og malar samkeppnina?

12003422_10153107817994327_2093299761805695485_n

Landsliðin koma vel út, þó hefði hið Íslenska mátt fá meiri vinnu. Síðan eru nöfnin vægast sagt ekki Íslensk á köflum.

Grafík og Hljóð:

Í var í fyrsta sinn sem að PES serían birtist keyrandi á FOX Engine grafíkvélinni sem nýju Metal Gear Solid leikirnir keyra á. Það var kærkomið að sjá fótboltavelli, leikmenn og umhverfið loksins í flottri grafík sem náði að skapa góða stemningu í spilun leiksins. Í ár hefur Konami haft lengri tíma að ná tökum á vélinni og keyrir nýju leikurinn einstaklega vel á henni.

Útlit leikmanna er eitthvað sem PES hefur lengi átt pínu erfitt með að fóta sig með, í eldri leikjum litu leikmenn oft út pínu líflausir og með plast glans sem einkenndi marga leiki í byrjun PS3/Xbox 360 kynslóðarinnar. Fox grafíkvélin hefur hjálpað hér talsvert til og gert marga leikmenn mjög líka sér sjálfum. EA Sports hafa þó enn vinningin í þessari deild og eru síðan einnig með samninga við fleiri leiki og deildir sem tryggja þeim betra aðgengi af þessum gögnum.

Að skoða yfir t.d Íslenska knattspyrnumenn þá eru þeir margir líkir sér en þó vantar talsvert uppá að þeir nái því besta sem er í leiknum í gæðum.

Leikurinn er með nýtt veðurkerfi sem bætir við möguleikanum á rigningu þegar spilað er og hefur það áhrifa á hvernig boltinn fer yfir grasið. Meiri bleyta hefur síðan áhrif á spilun þína og möguleikann að t.d varnamaðurinn sem er að elta þig detti í bleytunin og opni leiðina fyrir þig að markinu.

Hljóðið og stemningin á vellinum er eitthvað sem er mjög gott og nýtur sín vel í gegnum heimabíóið til að skapa góða stemningu þegar er spilað á Old Trafford eða Camp Nou.

Lýsing leiksins þetta árið er mjög góð og bætast Peter Drury og Marco Hagemann við lýsendurnar í Bretlandi og Þýskalandi og skortir ekki innlifunina hjá sumum lýsendunum og er það líklega vel viðeigandi þegar maður nær að skora flott mark á síðustu mínutum leiksins.

12036738_10153107818109327_4309562729324890048_n

Angel Di Maria er í búningi PSG á myndinni enn er ennþá hjá Man Utd í sumum hlutum leiksins.

Spilun:

Eitt af því sem Konami hefur lengi geta státað að er góð gervigreind andstæðinganna sem spilað er við og þetta árið er engin undantekning. Hvernig leikmaðurinn sem þú stjórnar hreyfir sem með og án boltans er mjög vel höndlað og er gaman oft að sjá fjölbreytt mörk og klúðruð marktækifæri sem virka raunveruleg að sjá.

Ég var aldrei mjög ósáttur þegar ég skaut í slánna eða yfir vegna þess að ég vissi að ég var ekki að spila eins vel og ég gæti verið. Það var gaman að sjá hvernig maður batnaði í spilun eftir nokkurn tíma og æfingu.

Margt af því sem var í síðasta leik snýr aftur og er háldið áfram að slípa þá hluti til. MyClub snýr aftur og reynir að keppa við risann sem er Ultimate Team í Fifa. Ea Sports eru enn með betri útgáfu af þessari leikjatýpu en Konami er á réttri leið.

Það er áfram hægt að skapa sinn eigin leikmenn í Be a Legend og láta hann byrja ungan og vinna sig upp að verða besti knattspyrnumaður heimsins.

Eins og áður þá vantar PES 2016 mikið af þeim deildum og leyfum á nöfnum og keppnum sem andstæðingur þeirra hefur og getur stundum verið erfitt að muna hvaða lið South London er án þess að skoða hvaða leikmenn eru í liðinu og þá fatta að þetta er Chelsea.

Eitt þó sem er mjög flott í leiknum og það er hvernig er hægt að setja sjálfur inn þær skrár sem þarf til að fá rétta búninga og lógó hjá liðinum og síðan breyta nokkrum nöfnum sjálfur. Með að gera þetta þá verður þetta enn betra, þetta þó dregur engan vegin úr gæðum leiksins í spilun, meira bara upplifunni aðeins. Hægt er að lesa nánar um það hérna.

11536481_10152934080169327_7277830763374226972_o

Með að setja vissar skrár á Usb kubb þá er lítið mál að uppfæra lógó, myndir ofl á PS3 og PS4.

Í stað þessa hluta þá er PES 2016 dekkfullur af öðrum deildum, keppnum ofl. Má þar t.d. nefna aðra deildina á Spáni og Ítalíu, Argentísku deildinna í heild og með öllum leyfunum, Meistaradeildina, Evrópudeildina og Copa Liberadores, AFC Champions League ofl.

Það sem var pínu svekkjandi að sjá var að það vantaði nýjustu kaup og sölur leikmana í deildum heimsins. Það var t.d leiðinlegt að sjá að nýju leikmenn Ensku deildarinnar voru ekki til staðar, það var skiljanlegt að þetta var ekki á disknum útaf tímanum sem tekur að framleiða þá og hvenær kaup tímabilinu lauk. Það hefði þó verið gaman að sjá uppfærslu í gegnum netið til að laga það. Konami hefur þó sagt að hún er í vinnslu og mun koma síðar í Október, þeir sem spila á netinu sjá þó fyrr þessar breytingar.

10379995_10152934080244327_8551093546860261369_o

Það er lítið mál að smella inn nýjustu búningum liðanna, varabúninga og jafnvel þann þriðja.

Ending:

Hve mikið eða lítið þú færð úr leik eins og þessum er mikið háð þér sjálfum/sjálfri og áhuganum á þessari skemtilegu íþrótt sem er fótbolti. Það er auðvellt að sökkva sér í Master League og byggja upp besta lið álfunnar, keppa á netinu við vini og ókunnuga, reyna að vinna vinina heima í stofu, spila sem draumaútgáfan af þér í fótbolta sem getur rúllað upp Messi og Ronaldo eins og ekkert er.

1519851_10152934081419327_7406384006253932602_o

MyClub er kannski ekki á sama sviði og Ultimate Team þá er hægt að eyða góðum tíma í því samt.

Lokaorð:

PES 2016 tekur framförum frá í fyrra og byggir á góðum grunni þar, það er þó enn hægt að finna að mörgum hlutum framsetningu leiksins í formi valmynda og klunnalegra aðgerða að velja vissa hluti.

Grafíklega hefur Fifa enn vinningin og í leyfunum sem þeir hafa rétt á, það sem PES hefur í góðum mæli er skemmtileg spilun sem líkir eftir raunveruleikanum án þess að verða leiðinleg eða of erfið.

Miðað við áframhaldandi gæða stökki sem PES serían er að taka þá verður mjög gaman að sjá PES 2017 á næsta ári og halda bara áfram að æfa sig í þessum á meðan. Þetta er besti PES leikurinn síðan á gömlu gullaldardögum PlayStation 2.

Einkun: 8,5 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.