DICE kynna þrjár nýjar leikjategundir í Star Wars Battlefront

walker-assault

Þrjár nýjar leikjategundir í Star Wars Battlefront voru kynntar til leiks á dögunum af útgefanda leiksins, þær Heroes vs. Villains, Battles og Training Missions en leikurinn er væntanlegur í næsta mánuði.

Heroes vs. Villains munu verða 6 vs 6 leikjategund þar sem þrjú pör (en spilarar spila í tveggja manna liðum, þ.e. þrjú lið í hvorri liðsheild) eru í hvoru liði sem hetjur eða illmenni úr Star Wars söguheiminum. Leikjategundin gengur svo út á að annað liðið nái að drepa sem flestar hetjur eða illmenni í hinu liðinu en þegar spilari er drepinn sem annað hvort, kemur hann til baka sem óbreyttur hermaður. Það lið vinnur sem drepur fleiri hetjur eða illmenni í hinu liðinu eða á fleiri eftir lifandi í leikslok.

Battles eru 1 á 1 leikjategund eða spilarar geta einnig spilað með AI sér við hlið á móti hvor öðrum, markmiðið er að drepa og safna tokens frá dauðum spilurum og sá fyrsti til þess að ná 100 stigum vinnur leikinn. Önnur útfærsla af þessari leikjategund verður í boði og ber heitið Hero Battles þar sem leikurinn fer alveg eins fram fyrir utan að spilarar fara með hlutverk hetju eða illmennis.

Síðasta leikjategundin heitir svo Training Missions en þau fimm borð sem verða í boði eru ætluð nýjum spilurum eða þeim sem vilja læra hvernig spila eigi leikinn. Þar verður til dæmis hægt að æfa sig að stýra X-Wing og Snowspeeder svo eitthvað sé nefnt.

Star Wars Battlefront er væntanlegur þann 19. nóvember næstkomandi á Playstation 4, Xbox One og PC.