Hægt verður að for-niðurhala Fallout 4 fyrir útgáfu

CSBLr5IUwAACSXR

Fyrir þá sem geta bara alls ekki beðið eftir að spila Fallout 4 þá verður hægt að spila hann á því andartaki sem hann er opinberlega gefinn út þann 10. Nóvember næsta. Bethesda hafa staðfest að það verður hægt að for-niðurhala honum á PlayStation 4, Xbox One og PC.

Fyrir alla aðra þá verður leikurinn eins og hefur komið áður fram fáanlegur þann 10. Nóvember næsta og er lítið annað hægt að gera enn að merkja við dagana sem eftir eru á dagatalinu.