Ubisoft birta fyrsta árið í aukapökkum fyrir Rainbow Six Siege

Nú þegar tæpur mánuður er í Rainbow Six Siege hafa Ubisoft birt mynd yfir skipulag fyrsta ár leiksins í aukapökkum en þar má finna ýmislegt sem verður gefið út án endurgjalds á meðan annað þarf að kaupa aukalega.

 

Það sem um ræðir eru fjögur ný borð sem spila má í PvP og Terrorist Hunt, átta aukalegir karakterar, leikjategundir, viðburðir og fleira. Góðu fréttirnir eru að borðin og leikjategundirnar koma samstundis til allra án endurgjalds en vopn, karaktera og aðra hluti þurfa spilarar að kaupa með in-game gjaldmiðli leiksins eða seldum gjaldmiðli. In-game gjaldmiðillinn heitir Renown en sá síðari R6 en hann verður seldur í pökkum af 600, 1200, 2670, 4920 og 7560.

 

Fyrir utan allt þetta verður það eina sem verður exclusive og læst fyrir öðrum sem hópum sjaldgæf skin á vopnin sem munu aðeins bera með sér annað útlit en ekki hafa áhrif á spilun leiksins.

 

144676154597

 

Ubisoft greindu einnig frá því að það muni taka spilarar 2-3 vikur ef þeir spila að meðaltali 8-10 tíma á viku að aflæsa nýjum karakterum en þeir sem vilja versla og eignast þá fyrr geta keypt þá á 600 R6 hvern sem mun kosta spilara um $4.99.

 

 

rainbow-six-siege-details-years-worth-of-post-release-plans-144676251362

 

 

Á efri myndinni sjá að aukapakkarnir koma út í fjórum pökkum, hver með u.þ.b. þriggja mánaða tímabili, eitt borð ásamt tveimur karakterum í einu sem ætti að gefa öllum nægan tíma til þess að aflæsa þeim báðum áður en sá næsti kemur án þess að versla þá aukalega.

 

Rainbow Six: Siege er væntanlegur þann 1. desember næstkomandi á Playstation 4, Xbox One og PC.