Remote play app á leiðinni fyrir PC og Mac

geleto2_es4o_worldmap

Það verður bráðlega hægt að spila PlayStation 4 leiki á PC og Mac í gegnum Remote Play hluta vélarinnar.

Eins og er þá er hægt að nota þetta í gegnum PS Vita og vissa Android síma.

Shuhei Yoshida yfirmaður PlayStation Worldwide Studios staðfesti á Twitter að þessi viðbót myndi skila sér á PC og Mac, hann gaf þó engan tímaramma.

Það er stutt síðan að fréttir birtust um http://tmacdev.com/óopinbert PC App sem væri á leiðinni og myndi kosta $10.

Það er nú þegar hægt að gera svipað á Xbox One og streyma leikjum ofl yfir á PC vél keyrandi Windows 10, það er samt bundið við sama heimilisnet.

Það væri ekki leiðinlegt að gera fírað upp Remote Play appi á PC/Mac og haldið áfram í leik á meðan aðrir á heimilinu væru að nota sjónvarpið.

Heimild: Eurogamer