Star Wars: Battlefront selst í 12. Miljón eintökum frá útgáfu

starwarsbattlefrontheader

Á meðan kvikmyndin Star Wars: The Force Awakens rúllar upp miðasölumetum um allan heim þá hefur tölvuleikur EA og DICE gengið einstaklega vel líka.

EA hefur sagt að leikurin hafi náð að selja um 12. Miljón eintök síðan að hann kom út í Nóvember í fyrra. Leikurinn náði að selja 6. miljón eintök í Nóv og annað eins í Desember.

Michael Patcher hjá Wedbush Securites sagði í viðtali við Fortune tímaritið að hann taldi að leikurinn sé búin að taka inn um $660 Miljón Dollara hingað til í sölu.

Það er ljóst að útgáfa kvikmyndarinnar í Desember og velgengni hennar hefur hjálpað mikið við að halda dampinum og athyglinni áfram að leiknum.

Miðað við að Peter Moore sagði í viðtali í lok árs að það liti út fyrir að Battlefront myndi ná að selja 13. Miljón eintök fyrir Mars á þessu ári þá virðist sem að leikurinn ætli að ná að toppa þær tölur líklega.

Þrátt fyrir velgengni leiksins og myndarinnar þá hefur hann ekki fallið í kramið hjá öllum og margir kvartað undir að hann sé pínu þunnur á efni og ekki eins djúpur eða harður og sumir óska eftir.

Heimild: IGN