Bethesda verður aftur með E3 kynningu

BethesdaShowcase2016-610

Bethesda hefur tilkynnt að þeir muni verða með blaðamannafund á E3 2016 tölvuleikjasýningunni þann 12. Júní næst komandi.

Fyrirtækið hefur ekki verið þekkt fyrir að vera með eigin kynningar í gegnum árin. Það var kom þó ekki á óvart að þeir voru með slíka kynningu í fyrra, enda voru þeir að sýna og kynna Fallout 4 sem kom síðan út í Nóvember í fyrra og gekk einstaklega vel hjá þeim.

Það eru líklega nokkur ár í næsta The Elder Scrolls leik, svo þá má búast við öðrum kynningum frá fyrirtækinu. Það hefur reyndar stækkað mikið síðustu árin og tekið upp á að gefa út fleiri leiki og kaupa fyrirtæki eins og id Software ofl.

Það má gera ráð fyrir að við fáum að sjá meira af Dishonored 2, líklega DLC efni fyrir Fallout 4 og Doom. Hvort við fáum að sjá loksins endurunninn Prey 2 og eða tilkynnt framhald af hinum frábæra Wolfenstein: The New Order mun líklega skýrast þegar dregur á árið.