Call of Duty í geimnum?

Cod-In-Space

Ef má marka fréttir þá mun Call of Duty gerast á nýjum og rótækum slóðum – í geimnum nánar.

Síðasti leikur sem Infinity Ward gerðu, Cod: Ghosts var með byrjun sem gerðist í geimnum ofan við Jörðu.

Þetta árið mun Call of Duty innihalda bardaga á milli stríðandi fylkinga í framtíðinni. Adwanced Warfare og Black Ops 3 hafa báðir daðrað við framtíðar tækni enn aldrei farið lengra enn nokkra áratugi.

Fréttir byrjuðu að leka út um leikinn á netinu um helgina frá manneskju sem kallar sig Shinobi. Eurogamer hefur heyrt svipaðar fréttir.

Leikurinn á ekki að vera framhald af Ghosts sem fór mjög mismunandi í fólk, enn seldist frekar vel.

Leikurinn ætti að koma út í Nóvember eins og árin á undan á helstu leikjavélar og PC. Gert er ráð fyrir að EA og DICE gefi út Battlefield 5 um svipað leyti og síðan er Titanfall 2 með óstaðfestan útgáframma.

Eins og með alla orðróma þá þarf að taka svona með talsverðum fyrirvara, þó eru til eldri fréttir frá málsókn Activision og fyrrum starfsmanna Infinity Ward sem vísa í leik sem átti að gerast í geimnum og var bitbein á milli útgefandans og fyrirtækisins.

Þessi mál ættu að skýrast á E3 núna í sumar.

Heimild: Eurogamer