Day of the Tentacle – Remastered

Day of the Tentacle Remastered logo

Nú fyrir stuttu kom út uppfærð útgáfa á PlayStation 4 og Ps Vita af ævintýra leiknum The Day of the Tentacle frá LucasArts og Double Fine Studios. Leikurinn kom út upprunalega árið 1993 og var framhald af leiknum Maniac Mansion sem Ron Gilbert hannaði.

Nú yfir 20 árum síðar er komin endurhönnuð útgáfa af leiknum og gefur yngri leikjaspilurum og þeim sem misstu af leiknum á sínum tíma að kíkja á hann. Spurningin er auðvitað hvernig yfir 20 ára gamall leikur stenst tímans tönn?

dott-remastered-005a

Uppfærð fyrir 2016.

Eitt af því flottara sem Double Fine hefur gert með þessa endurgerð og Grim Fandango sem kom út í fyrra, er að hafa bæði gömlu grafíkina og tónlist ásamt þá nýju og það sé hægt að svissa á milli þerra á snöggan hátt í miðri spilun. Þetta gefur manni tækifæri að sjá hve vel leikurinn var hannaður á sínum tíma og hve vel þessi endurgerð hefur unnið með þann stíl og endurbætt hann fyrir nútímann og háskerpu snjónvörp og tæki.

Saga leiksins er auðvitað eins og áður fyrr og segir frá þremur vinum, Bernard, Hogie og Laverne sem þurfa að vinna saman í ævintýri sem spannar þrjú tímabil í sögunni til að stöðva hinn ílla fjólubláa kolkrabbann að ná heimsyfirráðum. Eftir smá klúður með tímavél Dr. Fred þá endar Hogie í fortíðinni og rekst á þekktar persónur í Bandarískri sögu, Laverne endar í framtíð þar sem maðurinn hefur tapað og er gæludýr, Bernard endar með að fara ekkert. Þessi þrjú tímabil koma við sögu í þrautum leiksins þarf oft að hoppa á milli persóna leiksins og senda hluti á milli til að komast áfram.

maxresdefault

Auðvellt er að ýta á snertiflöt PS4 pinnans til að sjá gamla stílinn.

Að spila leik frá þessum tíma þá er alltaf eitthvað sem er erfiðara að skilja ef maður ólst ekki upp á þessum tíma, brandarar sem kannski hitta ekki alveg í mark fyrir vikið. Ekkert af þessu þó ert neitt vandamál að spila leikinn eða njóta hans.

Það sem kannski er aðeins erfiðara er hvernig leikir hafa breyst á þessum tíma í spilun. Leikurinn heldur ekki í hendina á fólki eða gefur mikklar vísbendingar um hvað á að gera næst. Þessi gömlu ævintýra leikir snerust oft mikið um að prufa sig áfram að reyna að nota alla hluti saman og oft á skrítna vegu. Stjórnkerfið í nýju útgáfunni er fínt og hjálpar við að prufa sig áfram að fljótann hátt.

dott-remastered-017

Frekar sýrð fegurðarsamkeppni.

Eini tæknilegi gallinn sem ég rakst á í þessari útgáfu er eftir viss “cut-scenes” þá hikstar leikurinn í smá stund áður enn þú færð aftur stjórn á honum. Þetta var ekkert sem skemmdi fyrir og vonandi verður lagað fljótlega.

Hægt er að vista árángurinn hvenær sem er og styður leikurinn cross-save á milli PS4 og Ps Vita svo það er lítið mál að halda áfram á milli tækja.

Það sem hefði verið gott að sjá í þessari nýju útgáfu væri vísbendingar kerfi fyrir fólk sem man ekki alveg eftir leiknum eða er nýtt í þessa tengund af ævintýraleikjum fortíðarinnar. Það verða örugglega einhverjir sem leita á náðir netsins til að leysa sumar þrautirnar.

Controls for DOTT on PS4

Stjórnun leiksins á PS4

Það er hægt að hlusta á tal leikjahönnuða leiksins yfir spilun með að velja það í valkostum leiksins. Það er gaman að hlusta á Tim Schafer og hina sem unnu að leiknum að rifja upp leikinn.

Það tekur á milli 3-6 tíma að fara í gegnum leikinn og hefur það talsvert líklega að segja hvort að þið þekkið til leiksins eða þessarar tegundar leikja eða ekki. Það er pínu spurning með verðgildi leiksins og endingu, það hefur líklega eitthvað að segja með hvort að þið þekkið til ævintýra leikjanna sem LucasArts bjó til á sínum tíma.

Það var gaman að kíkja á þennan leik aftur eftir öll þessi ár, það verður þó líklega enn skemmtilegra þegar Full Throttle og Psychonauts endurgerðirnar koma næst frá Double Fine.
Einkun: 8 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: LucasArts/Double Fine
Útgefandi: LucasArts/Double Fine
Útgáfudagur: 22.03.2016
Útgáfa spiluð: PS4, PS Vita, PC/Mac/Linux.
Heimasíða: http://dott.doublefine.com

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar