Codemasters bjargar Evolution Studios

Evolution-Studios-joins-Codemasters

Codemasters hefur keypt Evolution Studios og gert fyrrum PlayStation framleiðandann að „multi-platform“.

Í síðasta mánuði tilkynni Sony að það stefndi að loka fyrirtækinu, sem setti framtíð Driveclub seríunnar í hættu.

Codemasters sem eru einna þekkastir fyrir Dirt og Grid bíla leikina, hefur bætt Evolution Studios í flóru þeirra og búið til eitt af stærstu bíla leikja stúdíóunum.

Mick Hocking sem vann áður hjá Sony og sá um vinnu Evolution hefur bæst í hópinn hjá Codemasters sem varaforseti vöruþróunnar.

„We’ve got the opportunity to write new tech on multiple platforms for the first time, to work on new ideas,“ Hocking told GamesIndustry.biz. „It’s really exciting. It’s really the core team we’ve brought across.“

Paul Rustchynsky, sem vann hjá Evo í tæp 10 ár og leiddi hönnum Driveclub mun halda áfram hjá fyrirtækinu eftir breytingarnar.

Sony, eins og við er að búast mun halda eftir réttinum af Driveclub og MostorStorm leikjunum. 

Það verður forvitnilegt að sjá hvað Evolution Studios mun gera fyrir Codemasters og Sony mun gera með fyrrum leikina þeirra.