Orðrómar um að Næsti Call of Duty innihaldi Modern Warfare Remastered útgáfu

call_duty_infinite_warfare111

Ef marka má Internetið (sem lýgur aldrei!(eða þannig)) þá mun næsti Cod leikur heita Call of Duty: Infinite Warfare.

Myndin að ofan birtist fyrst á Reddit í gær og virðist sýna forpöntun fyrir Legacy Edition hjá Target versluninni og útgáfudaginn 4. Nóvember.

Það kemur engum á óvart að það sé að koma út nýr Call of Duty leikur í Nóvember, það sem er aftur á móti athyglisvert er að myndin virðist gefa til kynna að við séum að fá „Remastered“ útgáfu af Call of Duty 4: Modern Warfare frá árinu 2007 sem er talinn einn sá besti og myndi verða með Legacy Edition pakkanum.

Fréttir eru um að nýr leikur verður kynntur á Þriðjudaginn í næstu viku. Við færum ykkur fréttir þá af því og komumst af hvað er rétt og ekki.