Asemblance nýr sci-fi sálfræði thriller á leiðinni síðar í Maí á PS4

1827910

Niles Sankey fyrrum framleiðandi hjá Bungie og liðið hans hjá Nilo Studios munu gefa út nýja vísinda fyrstu persónu hryllingsleikinn Asemblance. Lítið er vitað um leikinn eins og er, nema að hann virðist gerast innan vélar sem leiðbeinir leikmanninn í gegnum endurskapaðar minningar.

Að sögn Sanjey, þá er leiknum ætlað að vera sögu drifin reynsla þar sem að leikmenn eru aldrei vissir hvað er í gangi.

Innblástur er sóttur í klassíska sjónvarpsþætti eins og The Twilight Zone og The X-Files, Asemblance er ætlað að verða fyrstu hluti af seríu af leikjum hannað af Nilo Studios.

Samkvæmt Facebook síðu þeirra, þá mun leikurinn koma út á PS4 einhver tíman í Maí og á PC, enn það er ekki víst hvort það það gerist á sama tíma.

Nilo Studios var stofnað í fyrra af Niles Sankey. Sankey hafði unnið fyrir Bungie í tæp 10 ár og unnið af leikjum eins og Destiny of Halo 3.

Hérna fyrir neðan er sýnishorn úr leiknum.