Nýji Call of Duty mun ekki koma á PS3

146226625095

Svo virðist sem að tíminn fyrir Call of Duty spilara á PS3 og Xbox 360 sé búinn og tími að skipta yfir í nýrri vélbúnað ef marka má fréttir.

Í fyrra kom Call of Dty: Black Ops 3 út á PS3/360 enn bara í takmörkuðu formi og skorti sögu spilun.

Þetta árið verður breyting á og eldri kynslóð leikjavéla fær að víkja.

 

Þetta ætti ekki að koma á óvart eftir Black Ops 3 í fyrra. Activision sagði það hefði verið útaf að Co-op spilun leiksins hefði verið hönnuð út frá þeim vélbúnaði.

Infinity Ward hefur staðfest að þeir verði með Zombie Mode í leik þeirra, þetta er í fyrsta sinn sem að þeirra leikir hafa haft það. Hingað til hafa Cod leikir Treyarch bara haft þetta.  Þeir sögðu að þeirra Zombie Mode verði í „sínum eigin heimir“ aðskilið frá þeim sem er í sögu leiksins.