Er Rise of Iron næsta viðbót fyrir Destiny?

destiny-leak-reveals-next-expansion-rise-of-iron-146373159313

Ef marka má fréttir frá í vikunni þá verður næsta viðbótin fyrir leikinn Destiny kölluð Rise of Iron og kemur út næsta haust.

Myndin frá ofan er fengin frá Kotaku sem sýnir Iron Banner „bossinn“ Lord Saladin fremstan í flokki og á svæði sem virðist vera Comsmodrome á Jörðinni.

Rise of Iron á að innihalda nýtt Raid og vera svipað að stærð og The Taken King frá í fyrra.

Viðbótinni er ætlað að vera viðbót í stað fyrir nýtt framhald af Destiny. Destiny 2 var seinkað fyrr á þessu ári eftir forstjóra breytingar hjá Bungie. Fréttir segja að, á sama tíma hafi leikurinn verður endurræstur og breytingar gerðar innan fyrirtækisins og Luke Smith, aðalhönnuður The Taken King settur yfir.

Hvað þetta allt þýðir er erfitt að segja til um. Destiny 2 mun líklega koma út núna í September 2017 sem er frekar stutt ef að vinna við leikinn hefur verið byrjuð frá grunni.

Flestir eru að veðja á þó að þetta muni verða eins og með Destiny 1 sem fékk slíka meðferð ári fyrir útgáfu og var saga, verkefni, persónur ofl endurskrifað.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með á E3 2016 í sumar og hvað Bungie mun kynna fyrir fólki um þeirra áframhaldandi plön með Destiny seríuna. Orðrómar eru um auka DLC (niðurhals) pakka sem verða seldir síðar á árinu.

Heimild: Kotaku