Uncharted 4 selur 2.7 Miljón eintök á fyrstu vikunni

Uncharted-4_drake-sully-farm1

Það eru búnir að vera mjög margir síðustu daganna sem hafa sökkt sér í Uncharted 4: A Thief’s End og loka ævintýri Nathan Drake. Það seldust meira 2.7 Miljón eintök af leiknum á heimsvísu fyrstu viku hans í sölu. Þetta á við áþreifanleg eintök og stafræn. Þessi blanda sló nýtt PS4 sölumet í PAL svæðunum sem Ísland tilheyrir.

Uncharted 4 er enn í fyrsta sæti á sölulistum í Bretlandi og er nýji Doom leikurinn í öðru sæti.

Dómarnir fyrir leikinn hafa hingað til verið stórgóðir og er leikurinn með um 93 af 100 á Metacritic sem er frábær einkun.

Við munum eimmit birta dóm fyrir leikinn í vikunni hérna á PSX 🙂