Er Bethesda að fara að kynna Skyrim Remaster ásamt Prey 2, Wolfenstein 2 ofl?

SKYRIM-articleLarge

Ef marka má fréttir sem byrjuðu að spretta upp í gær um E3 2016 kynningu Bethesda, þá eigum við von á Remaster útgáfu af The Elder Scrolls V: Skyrim frá 2011.

Leikurinn ætti að koma út fyrir PlayStation 4 og Xbox One, ekkert er þó gefið upp um mögulegan útgáfudag. Í fyrra staðfestu Bethesda að þeir hefðu portað Skyrim yfir á Xbox One til að æfa sig fyrir nýju kynslóð leikjavélanna.

Samkvæmt Eurogamer þá stefnir Bethesda að kynna; Dishonored 2The Evil Within 2, Wolfenstein: The New Order 2 og algerlega endurhannaðann Prey 2 sem hluta af kynningu þeirra.

Skyrim Remaster útgáfan ætti að innihalda allt DLC fyrir leikinn, stuðning fyrir Mods (eins og Fallout 4 er að fá), og uppfærða grafík.

Eins og er við að búast vildi Bethesda ekki tjá sig um orðróma og pælingar fólks.

E3 2016 kynning Bethesda hefst á aðfaranótt Mánudagsins 13. Júní um 02:00 að Íslenskum tíma.

Hvort að möguleg uppfærð af Skyrim reynist rétt eða fantasía þá ætti að verða gaman að sjá hvað Bethesda gerir til að byrja E3 fjörið.

Við verðum á vaktinni og færum ykkur fréttirnar eins og þær gerast.