Gwent kortaspilið í Witcher 3 verður að nýjum tölvuleik

tumblr_nooyrnTr001qhs544o1_r1_1280

Gwent kortaspilið í Witcher 3 verður að nýjum tölvuleik ef marka má nýjustu fréttir.

Þeir sem hafa spilað The Witcher 3: Wild Hunt eitthvað að viti hafa eflaust rekist á kortaspilið sem er aðgengilegt í leiknum sjálfum.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Gwent líkist spilið nokkuð veginn Hearthstone frá Blizzard. Spilurum gefst tækifæri á að safna kortum í ævintýraferð Geralts og styrkja þar með stokkinn með tímanum. Með honum er svo hægt að spila við gervigreind leiksins og unnið bæði pening eða jafvel sjaldgjæf spil sem styrkir stokkinn enn frekar.

CD Projekt Red hafa áður gefið til kynna að þeir verði með eitthvað nýtt á E3 sýningunni sem hefst næsta sunnudag. Það er alls ekki ólíklegt að þeir séu að vitna í Gwent kortaspilið.

The Witcher 3: The Wild Hunt er nú þegar aðgengilegar á PC, PS4 og Xbox One. Á hvaða leikjatölvu Gwent verður aðgengilegur á enn eftir að koma í ljós.

Þessi frétt er unnin í samvinnu við Leikjafréttir