E3 kynning Sony

sony-e3-2016-plans-schedule

Þá enda E3 2016 kynningarnar með að Sony mæti á svæðið og ræði framtíð PlayStation og hvað er á döfunni á þessu og næsta ári.

Fjörið byrjar á risa tónlistar atriði sem allir undir sólinni veðja á að tengist God of War. Ungur strákur sést og minnir þetta mikið á Víkinga tímabil og hefur verið giskað um. Virðist gerast á norrænum slóðum og sýnir Kratos og ungan son hans á veiðum. Fer í flottan bardaga við eitthvað skrímsli, við sjáum síðan opin svæði eitthvað sem er nýtt fyrir seríuna. Lítur einstaklega vel út og stefnir í að hrista upp í seríunni í spilun ofl.

Næsti leikur gerist í heimi þar sem hlutirnir virðast hafa farið úrskeiðis og heimurinn lennt í einhverri hörmung. Sýnir tvo bræður á móturhjólum. Heitir Days Gone og hannaður af Sony Bend.

The Last Guardian mætir enn á ný, við erum innilega að vonast eftir að fá útgáfudag á hann og nánari upplýsingar loksins. Þetta er búin að vera mjög erfið fæðing á leiknum síðan að hann var kynntur fyrir PlayStation 3 árið 2009. Kemur út 25. Október á þessu ári ótrúlegt enn satt.

Horizon: Zero Dawn er sýndur og lítur alltaf betur og betur út, maður fær smá tilfinningu úr Far Cry leikjunum á köflum og það er bara fínt. Hvernig hann er að líta út og spilast er virkilega flott.

Detroid: Become Human frá Quantic Dreams er næstur, sýnir vélmenni sem er með littla stúlku í gíslingu og annað vélmenni sem þarf að reyna að bjarga henni. Sagan á að geta breyst í ýmsar áttir. Virðist ætla að taka það sem þeir gerðu í Heavy Rain og fara lengra með.

Næst er sýndaveruleikinn, sýnir mann labba um drungalegt hús og, flestir eru að giska að þetta tengist Resident Evil og það reynist rétt. Er Resident Evil VII. Kemur út 24. Janúar 2017. Hægt að hlaða niður demóinu strax í dag. Hægt að spila í gegnum hann frá byrjun til enda með PlayStation VR ásamt venjulega.

PlayStation VR kemur út 13. Október í Bandaríkjunum og mun kosta $399 dollara eða 50 Þúsund Íslenskar. Fyrstu giskin á verð hérna á landi fyrir E3 kynningu hafa verið nálægt um 75 þúsung. Skýrist líklega þegar nær dregur hvað reynst vera í þessum málum. Sony nefnir að það verða 50 leikir þegar Ps VR kemur út.

Næst eru nokkrir PlayStation VR leikir sýndir, Farpoint VR sem gerist á ókunnugri plánetu, Star Wars: Battlefront – X-Wing VR Mission, Batman VR dæmi sem kemur í Okt. Sumt af því sem er kynnt verður líklega mismunandi stórir leikir.

Final Fantasy XV mætir með dubbsteppaðan trailer þar sem að Chockobot dýrin koma við sögu. Næst er smá rokk og bardagi við skrímsli þar sem hægt verður að spila með PlayStation VR í gegnum einhverja reynslu. Virðist vera aðskilið á einhvern hátt frá leiknum.

Geimbardagi er núna á skjánum og manni verður mikið hugsað til Eve-Valkyrie á köflum. Virðist þó vera Call of Duty nýji. Er smá dog fight bardagi í geimnum og síðan bardagi í þyngdarleysi við aðra hermenn. Call of Duty 4: Modern Warfare – Remastered er næstur og ætti að gleðja mjög marga að fá að spila aftur einn af bestu leikjum seríunnar í betri gæðum.

Erum við loksins að fara að fá nýjan Crash Bandicoot eftir langa bið? Svo virðist ver að það sé rétt og fólk er að tapa sér í salnum. Crash Bandicoot 1, Crash Bandicoot 2 og Warped koma á PS4 í endurgerðri útgáfu. Crash Bandicoot verður síðan í næsta Skylanders leik.

LEGO: Star Wars: The Force Unleashed er núna sýndur, hægt er að sækja demó af leiknum nú þegar á PSN búðinni. Leikurinn sjálfur kemur út í þessum mánuði á flest allt undir sólinni.

Hideo Kojima er mættur á svæðið, þar er ekki langt síðan að hann og Konami skildu á litríkan hátt og stuttu síðar var Sony snöggt að grípa hann og styðja við nýja fyrirtækið hans. Við fáum að sjá sýnishorn og það tekur ekki langan tíma fyrir það að vera skrítið. Við sjáum leikarann Noman Reedus úr The Walking Dead. Heldur á littlu barni sem hverfur síðan og næst er olía á höndunum á honum. Er nakinn á svartri strönd í umkringdur dauður dýrum og fimm dularfullar verur svífa fyrir ofan hann. Leikurinn heitir Death Stranding.

Insomniac Games mæta á svæðið með Spider-Man leik sem líklega tengist nýju myndinni á næsta ári. Leit mjög vel út. Ekkert nafn gefið upp og stóð bara #SpidermanPS4 á skjánum að lokum.

Við fáum að sjá núna Day’s Gone spilaðann á sviðinu, gaurinn kemur niður hæð á mótuhjóli og fer nálægt tjaldbúðum. Tveir úlfar að narta á líki á jörðinni á meðan gaurinn er að leita eftir vistum. Hann nota hlut úr vél af trukki á skammbyssuna eins og hljóðdeyfi. Við fáum að sjá hann berjast við hálfgerð skrímsli. Virðist vera hrikalega mikið af þeim á svæðinu, hvort að þetta eru uppvakningar eða annað slíkt á eftir að koma í ljós. Leikurinn lítur vel útlitslega, en maður er enn að bíða eftir hver kjarni leiksins er.

Indie leikir voru algerlega fjarverandi í þetta sinn og er það mikill missir að okkar mati, oft færa þessir leiki talsvert líf í þetta og eru fín viðbót í flóruna. PlayStation Vita var hvergi sjáanleg og kemur það því miður ekki á óvart miðað við síðasta árið.

Sony tók ekkert fyrir PS4k eða Neo eins og það kallast, þeir staðfestu að það væri til fyrir E3. En sögðust ætla að ræða það síðar, svo við þurfum enn að bíða eftir að sjá hvað gerist hjá þeim og í sambandi við kynningu Microsoft fyrr í dag á Project Scorpion fyrir jólin 2017.

Heimild: Myndbönd fengin frá Gamespot, Eurogamer og Sony

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.