Rise of the Tomb Raider að koma í Okt á PS4?

rise-of-the-tomb-raider-psh

Rise of the Tomb Raider var einn af betri leikjum síðasta árs, enn útaf samningi við Microsoft þá kom hann bara út á X-Box 360, X-Box One og síðar PC.

Vitað var að þessi samningur væri þó bara tímabundinn þó ekki alveg hve lengi það yrði. Flestir höfðu þó giskað að þetta væri í mesta lagi um 12 mánuðir.

7xfUMZ6SNSYCFtkZG6oaYa-650-80

Ef marka má skjáskot frá Gamestop í Ítalíu þá mun leikurinn koma út þann 11. Október á PS4. Verðið yrði það sama og nýjir leikir kosta sem ætti ekki að koma mikið á óvart. Leikurinn væri þá að koma út um svipað leyti og Battlefield 1 og Titanfall 2. Verður þá fínt að fá ævintýraleik í skotleikja vertíðinni.

Aðalspurningin er hvort að leikurinn muni innihalda allt það DLC(niðurhalsefni), sem hann hefur fengið hingað til. Við erum að vonast eftir hálfgerðri Game of the Year Edition af leiknum með öllu saman í einum pakka.

Vonandi mun útgefandinn Square Enix staðfesta þessi mál fljótlega og við á PS4 getum loksins fengið þennan gæða leik.