Leikur ársins útgáfa af Witcher 3 væntanleg 30. ágúst

th-7094-2058

Í lok ágúst kemur út GOTY útgáfa (leikur ársins) af The Witcher 3: Wild Hunt sem kom út þann 19. maí á síðasta ári.

Útgáfan inniheldur öll þau aukaefni sem gefin voru út fyrir leikinn ásamt aukapökkunum tveimur, Hearts of Stone og Blood and Wine.

Leikurinn skoraði ansi hátt hjá Leikjafréttir.is þegar þeir gagnrýndu leikinn og átti það svo sannarlega skilið.

Hér er á ferðinni einn besti hlutverkaleikur allra tíma og á svo sannarlega skilið að vera gefinn út aftur í nýrri útgáfu sem leikur ársins. Þeir sem hafa ekki fengið að kynnast þessari seríu enn þá eru heldur betur heppnir að okkar mati.

Pakkinn mun koma til með að kosta $50 (rúmar 6.000kr íslenskar) og verður fáanleg á PS4, Xbox One og PC.

Þessi frétt er unnin í samvinnu við Leikjafréttir