Layers of Fear: Inheritance

layers-of-fear-inheritance-review

Layers of Fear sem kom út í byrjun árs reyndi að hrista aðeins í hryllings leikjum með að skapa drungalegt andrúmsloft þar sem þú varst aldrei 100% með á hreinu hvað gæti gerst næst. Fyrir stuttu kom út viðbót fyrir leikinn sem heitir „Inheritance“ og einblínir á dóttur málarans úr upprunalega leiknum.

Sagan gerist nokkrum árum eftir atburði grunnleiksins, dóttirin hefur komin heim til föðurhúsanna að fá arfinn sinn, enn hún hefur þó enn margar spurningar ósvaraðar sem hún vill fá svör við.

pu0e65972dce68dad4d52d063967f0a705-1470258293-5019258-screenshot-original

Við fáum að kanna aftur hið óhugnarlega hús sem náði að hræða okkur vel áður fyrr, dóttirin er að horfast í augu við erfiða æsku sína og vægast sagt flókið samband við föður sinn. Þegar er gengið um húsið fáum við að horfa tilbaka til þegar hún var yngri og hvernig samband hennar var við foreldra sína. Þetta gefur okkur nýja sýn á atburði grunnleiksins og fyllir uppí nokkrar eyður þar. Minningarnar sem dóttirin upplifir eru samsett af stuttum brotum og aðeins lengri köflum sem spilað er í DLC pakkanum.

Tónlist grunnleiksins var mjög góð og heldur viðbótin henni áfram, húsið er opnara enn áður og er hægt að kanna mikklu meira í byrjun enn áður. Flest þessara svæða eru vel kunnuleg og er forvitnilegt að sjá breytingunna þar á milli áranna.

Eitt af því sem mér fannst einna flottast var í vissum minningum dótturinnar þegar hún var ung, þá breytist sjónarhorn leiksins og allt virðist mikklu stærra og hærra eins og þegar maður var sjálfur krakki. Þetta nær að búa til aðeins öðruvísi upplifun og gera viðbótina aðeins frábrugðnari aðaleiknum.

pu0e65972dce68dad4d52d063967f0a705-1470258295-7580526-screenshot-original

Spilun leiksins snýst þó á ný að labba um umhverfi leiksins á meðan umhverfið á oft til að til að breytast á ýmsa vegu, á milli þess þarf stundum að leysa stuttar þrautir til að geta haldið áfram. Það er minna um hræðslu kafla enn í grunn leiknum og hefur það örugglega talsvert að segja um smærri og styttri spilun í boði.

Eins og í Layers of Fear þá eru mismunandi endar til að sjá og það eru þrír í þessu DLC, það tekur kannski 1-2 klukkutíma max að klára leikinn í fyrsta sinn og enn styttra þegar er spilað aftur til að finna leyndamál sem fór framhjá ykkur í fyrsta sinn eða til að sjá hina enda leiksins.

Layers of Fear „Inheritance“ bætir ofan á grunninn sem Layers of Fear byggði og fyllir aðeins upp í heiminn, þetta er þó pínu stutt spilun sem hefði mátt innihalda betri hræðslukafla. Eitt sem hjálpar þó til er að það kostar ekki nema um 4 pund eða rétt um 615 krónur Íslenskar sem er ekki mikið fyrir þessa viðbót. Hægt síðan að kaupa leikinn saman í einum pakka á um 18 pund um 2.800.kr.

pu0e65972dce68dad4d52d063967f0a705-1470258301-198174-screenshot-original

Fyrir ykkur sem höfðu gaman af Layers of Fear þá er vel þess virði að kíkja á þessa viðbót, og fyrir ykkur sem hafið ekki enn kíkt á þá er spurning að næla sér í pakkann þegar hann er á tilboði á PSN búðunum einn daginn.

Einkun: 7 af 10 Mögulegum

Framleiðandi: Bloober Team
Útgefandi: 
Aspyr Media
Útgáfudagur:
08.08.2016
Útgáfa spiluð: 
PS4, einnig til Xbox One, PC/Mac/Linux.
Heimasíða: http://layersoffear.com

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.