Verdun kemur út í næstu viku á PS4

pc-hit-verdun-will-be-released-on-ps4-and-xbox-one-in-august-header

Fyrsta heimstyrjöldin er eitthvað sem hefur ekki mikið verið tekið fyrir í kvikmyndum og sérstaklega ekki tölvuleikjum. Það verður þó breyting á því á þessu ári. Risinn frá EA og DICE Battlefield 1 kemur út síðar í haust, enn á undan honum kemur leikurinn Verdun út í næstu viku á PS4.

Fyrri heimstyrjöldin varði frá 1914 til 1918 og var ótrúlega blóðug barátta, það dóu hátt í 18 Miljón hermenn og almennir borgarar á meðan átökunum stóð á.

Leikurinn hefur áður komið út á PC í gegnum Steam þjónustuna og notið vinsælda og fengið góða umfjöllun. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur þar sem raunveruleikinn er í fyrirrúmi.

Þriðjudaginn 30. September kemur leikurinn út fyrir PlayStation 4 leikjavélina. Xbox One útgáfa er á leiðinni enn hefur nýlega verið seinkað.

Liðsheild og herkænska þess tíma sem Verdun gerist á skiptir máli uppá velgengi í spilun leiksins. Leikmenn fara í viss hlutverk innan hóps og er hægt að betrumbæta persónu þína með nýjum hæfileikum ofl.

Verdun er engin grafík sprengja eins og risa leikur EA en hann bætir það upp á aðra vegu. Hann kostar um £18.99/$24.99 eins og er á PC. Ekkert hefur verið staðfest með verðið á leikjavélunum.

Heimild: Eurogamer