Næsti Assassin’s Creed leikur kemur ekki fyrr en hann er tilbúin

ac-egypt-shot-01

Assassin’s Creed serían er að taka pásu þetta árið (fyrir utan endurútgáfu af Ezio leikjunum) og gæti jafnvel ekki komið út á næsta ári ef marka má forstjóra Ubisoft.

Yves Guillemot var í viðtali við Gamespot vefinn og sagði að „þeir myndu koma þegar þær væru tilbúnir“ sem má lesa úr að það þýðir ekkert endilega að næsti leikur komi út árið 2017.

Gamespot spurði Guillemot afhverju nú væri tími að taka AC leikina úr útgáfu, þá sagði hann „Það sem við sáum í vinnslu við næsta leik að við höfðum tækifæri að taka hann á næsta gæða flokk. Svo við sögðum að við myndum taka allan þann tíma sem þyrfti til að gera reynsluna frábæra. Það var líklega gerlegt þar sem við erum með aðra leiki að gefa út á sama tíma. Það er stór möguleiki að gera næsta leik byltingarkenndan, svo við breyttum módeli okkar til að hafa meiri tíma að gera betri reynslu.“

Næsti AC leikur er sagður gerast í Egyptarlandi og á að verða stór „endurnýjun“ á seríunni. Það er byggt á fréttum sem láku út á 4Chan vefnum fyrr á árinu. Þó hefur ekkert verið staðfest ennþá með það, enn flestar fréttir benda til að það sé rétt. Fréttir eru um að leikurinn verði í anda The Witcher, opin með frjálsari bardaga kerfi, hesturinn snýr aftur og bátar koma við sögu. Liðið sem bjó til AC IV: Black Flag er sagt vera að vinna af honum.

Vonandi fáum við staðfestar fréttir um þetta á næsta ári óháð hvort að leikurinn komi út þá eða ekki.

Þangað til þá ætti fólk að geta skellt sér á Assassin’s Creed bíómyndina sem kemur í bíó um jólin á þessu ári og skarta Michael Fassbender í aðalhlutverki og er að líta vel út.