PES 2017

91okmytadzl-_sl1500_

Kynning:

Haustið er byrjar og leikja útgáfan er byrjuð að taka við sér á ný, í N-Ameríku er þessi tími tengdur Madden leiknum, enn í Evrópu og annar staðar er það keppni fótbolta risa FIFA og PES.

Í þetta sinn kemur PES 2017 rétt um 2 vikum á undan FIFA 17 og fær tækifæri að sýna í hvað sér býr á meðan.

Eins og við höfum rætt um áður þá reydist stökki frá PlayStation 2 til PlayStation 3 Konami og PES mjög erfitt. Það er þó annað uppá teninginn núna í tilfærslunni frá PlayStation 3 til PlayStation 4 og PES 15 og PES 16 voru stórar framfarir og sýndu hvað PES var einu sinni góðir leikir.

Núna er nýr leikur kominnn á svæðið og spurningin er auðvitað hvernig tekst upp þetta árið? Nær Konami að halda dampinum og bæta seríuna ár frá ár?

81tbjpotsfl-_sl1500_

Neymar og félagar í Barcelona fengu sérstaka athygli

Grafík og Hljóð:

Eins og með síðustu leiki þá keyrir PES 17 á FOX Engine grafíkvélinni sem Metal Gear Solid V leikirnir keyra á. Útlit leikvanganna og leikmanna er á köflum frábært og er gaman að sjá nákvæmnina í andliti sumra af stórstjörnun fótboltans. Leikmenn Barcelona fá sérstaklega athygli þetta árið og má gera ráð fyrir að það hafi haft talsvert að segja að liðið er framan á kápu leiksins og í samvinnu við Konami.

Hreyfingar leikmanna með og án boltans halda áfram að koma mjög vel út og hvernig boltinn hreyfist eftir vellinum og þegar leikmenn eru með hann er oft flott að sjá og finna fyrir.

Peter Drury og Jim Beglin mæta aftur til leiks að lýsa leikjunum og er það almennt fínt, stundum pínu kjánalegt. Enn það er við að búast kannski útaf hve leikirnir geta breyst þegar fólk er að spila þá.

81cip3iypsl-_sl1500_

Hreyfingar leikmanna hafa fengið uppfærslu

Spilun:

Ein af stærstu breytingunum þetta árið er hvernig markmenn eru í leiknum, þetta er eitthvað sem er hægt að hrósa Konami talsvert fyrir. Þeir bæði eru betri og verri, eins og markmenn eru í raunveruleikanum. Klassa markmenn heimsins sýna í leiknum hvað þeir geta í raun og þeir sem eru ekki eins góðir eiga meiri möguleika að gera einhvern skandal á vellinum og hleypa boltum inn sem ættu ekki að eiga séns.

Eins og fyrri ár er spilun PES 17 stjarnan og eitt af því sem aðdáendur seríunnar koma árlega eftir að upplifa. Hvernig leikmenn gefa boltann á milli sín heldur áfram að vera einn af betri hlutum leiksins og er hægt að gera virkilega flottar sóknir og enn betri mörk fyrir þá sem vita hvað þeir eru að gera.

Dómarar leiksins hafa einnig fengið uppfærslu og eru ekki eins glaðir að spjalda og í PES 15 eða hálfblindir og í PES 16. Það er þó enn hægt að mótmæla einhverju sem dómarinn gerir, enn þetta væri nú varla fótbolti án þess.

Það sem vantar árlega í PES leikjunum eru leyfin fyrir mikið af stærstu deildum og liðum heimsins og því miður er það engine undantekning þetta árið. PES 17 er með samninga við Barcelona, Liverpool, Borussia Dortmund, River Plate, Brasilíska fótbolta sambandið og liðin Red Bull Brasil, Corinthians Paulista og CR Flamengo í Brasilíu.

Það er aldrei beint gaman að spila sem Man Red (Man Utd) ofl, enn til allrar lukku er það frekar auðvellt að bæta úr með heimsókn af netið og Usb kubb og þú ert komin með rétt nöfn, búninga og lið í leikinn. Þetta er því miður eitthvað sem Konami hefur átt við í langan tíma og er það útaf þeim gríðalega stóra og sterka samning sem EA Sports hefur við helstu knattspyrnusambönd og lið um allan heim.

Eitt af því sem PES hefur til að vinna upp á móti þessu er margar af helstu keppnum heimsins sem fóltbolta unnendur fylgjast með. Þar má nefna, Meistaradeild Evrópu, Evrópu deildina, AFC Meistara deildina. Einnig eru deildir í Hollandi, Spáni, Portúgal, Argentínu ofl í boði.

Ólíkt í fyrra þá er ekki sami vandinn með að nýjustu kaup og sölur leikmanna eru ekki í leiknum við útgáfu. Paul Pogba byrjar hjá Manchester, N’Golo Kante hjá Chelsea, Sadio Mane hjá Liverpool ofl.

Í tilefni heitar umræðu hér á landi síðustu daga þá má nefna að Íslenska landsliðið er í leiknum.

81t0h0cu-vl-_sl1500_

Markmenn eru stjörnur leiksins þetta árið

Ending:

Hvað mikið þið fáið út úr leik eins og PES 2017 er mjög mikið háð ykkur og áhuganum á fótboltanum. Leikurinn skartar Master League, Become A Legend, MyClub ásamt net og fjölspilun í leiknum. Með reglulegum uppfærslum leikmanna eftir hvernig þeir standa sig er ávallt hægt að halda leiknum vel við og eins og er að gerast í boltanum víðs vegar um heiminn.

Lokaorð:

PES 17 tekur annað stökk í gæðum og heldur áfram að veita FIFA seríu EA Sports harða samkeppni. Þegar þetta er skrifað eru nokkrir dagar eftir í útgáfu næsta leiks þeirra og verður forvitnilegt að sjá hvernig baráttan verður þetta árið.

Helsti galli leiksins fyrir utan þetta augljósa með leyfin á leikmönnum og liðum, er helst að viðmót leiksins er enn pínu klunnalegt að eiga við, MyClub er enn eitthvað sem þarf að slípa betur til að keppa við Ultimate Team anstæðinganna, lagg og netvandræði eru enn vandamál þegar maður ætlar að skella sér á netið og spila.

Eftir að hafa eytt talsverðum tíma í að spila nýjasta PES leikinn þá verður enn forvitnilegra að kíkja á andstæðinginn og sjá hvernig baráttan kemur út þetta árið. Konami er á réttri leið og ef þeir ná að slípa vissa hluta leiksins og kynningarinnar geta þeir mætt enn sterkari til leiks á næsta ári.

Einkun: 9 af 10 Mögulegum

Framleiðandi: PES Productions
Útgefandi: Konami
Útgáfudagur: 15.09.2016
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PS3.
Heimasíða: https://www.konami.com/wepes/2017/eu/en

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.