Mafia 3

81i49mejoel-_sl1500_

 

Kynning:

Fyrsti Mafia leikurinn kom út árið 2002 á PC og var unnin af Tékkneska fyrirtækinu Illusion Softworks sem heita í dag 2K Czech. Hann fékk útgáfu á PlayStation 2 og upprunalegu Xbox tveimur árum síðar. Fyrsti leikurinn gerðist um 1930 í hinni ýminduðu borg Lost Heaven sem var útgáfa af New York og var um ris og fall Tommy Angelo frá leigubílstjóra í mafíósa borgarinnar.

Við fengum síðan Mafia 2 árið 2010 fyrir PC, PlayStation 3 og Xbox 360. Leikurinn gerðist í Empire Bay sem var önnur ýminduð borg með blöndu af New York, Los Angeles, Boston og Detroit.

Þar var tímabilið frá seinni heimstyrjöldinni fram undir lok 1953 þegar Vito Scaletta er sendur í útleigð til New Bordeux eftir atburði leiksins.

Mafia 3 hefst árið 1968 í útgáfu leiksins af New Orleans, borgin er á suðupunkti þar sem kynþáttafordómar, ofbeldi, mismunum og spilling ræður ríkjum.

mafia3_cinematic_-lincoln

Saga:

Leikmenn fara í hörundsdökka hermannsins Lincoln Clay sem er að snúa aftur til New Bordeux eftir að hafa barist í Víetnam stríðinu. Hann ólst upp sem munaðarleysingi og eftir lokun munaðarleysingjahælisins sem hann var á, ólst upp hjá Sammy Robinson og fjölskyldu hans. Fósturfaðir hans var hluti af svörtu mafíu borgarinnar og hefur Lincoln lítinn áhuga að taka þátt í þeirri starfssemi við heimkomuna. Hann ákveður þó að hjálpa honum að borga skuld við mafíósa borgarinna Sal Marcone með að ræna ríkisbanka Louisiana fylkisins. Ránið tekst eftir nokkur vandræði, enn við heimkomuna er Lincoln og fjölskylda og vinir hans svikinn af Marcone og syni hans og myrt og barinn þeirra brendur. Licoln lifir árásina af og eins og í svona sögum þá ákveður hann hefnd gegn Sal Marcone og liði hans.

Það sem hjálpar Licoln Clay er að hann var í sérsveitunum í stríðinu og lærði ótal leiðir að ráðast gegn óvinum sínum á blóðugann hátt ásamt að höggva niður undirstöðvar veldis þeirra. Það er eimmit það sem hann ákveður að gera og taka New Bordeux frá Marcone, hverfi eftir hverfi þangað til að hann stendur eftir einn.

Hann fær til sín aðra hluta undirheima borgarinnar og þá sem hafa komið ílla úr viðskiptum við Sal Marcone. Fenjadrottningin og vúdú konan Cassandra, Írski bófinn Thomas Burke og síðan Vito Scaletta úr Mafia 2. Á 9 mánaða tímabili sem sagan spannar þá fer hann með hjálp þeirra í blóðuga hefndarför um borgina þar sem mikið af málum tímabilsins koma sterkt við sögu og eins og má búast við þá voru ekki margir sem tóku því vel að sjá blökkumann reyna að rísa upp gegn “normum” (fordómum og hatri), tímabilsins.

Sagan og leikurinn eru einn sterkari hlutur leiksins og hjálpar hún mikið að lyfta leiknum upp oft og fá mann til að vilja kanna lengra og sjá hvaða sögur hann hefur að segja. Það flott hvernig leikurinn blandar saman heimildarmynda stíl til að segja vissa hluta leiksins og notast við raunveruleg myndbrot frá þeim tíma. Einnig er hoppað fram í tímann á vissum köflum þegar er rætt við sumar persónurnar sem komu við sögu í leiknum þar sem þau eru orðin gömul og eru að rifja upp söguna.

Það sem ég hef helst að setja út er að ég hefði viljað sjá hana spanna lengra tímabil eins og var í Mafia 2, en það er líklega bara ég.

mafia3_enviro_canalst_02

Umhverfi New Bordeux eru oft mjög flott og mikið lagt í þau.

Grafík og Hljóð:

Leikurinn er frekar sérstakt dæmi, hann getur á köflum verið svo gullfallegur þegar sólin skin á blautu malbikinu en getur á sama tíma orðið of mikið og blindað algerlega. Himininn er oft frekar skrítinn og er erfitt að segja til hvort það á að vera þetta vatnslitaða útlit eða ekki. Oft er þetta bara hálf ljótt og passar ekki vel við aðra hluta leiksins.

Borgin New Bordeux er stór og fjölbreytt og er gaman að skoða hana. Þeir tóku gáfulegt skref og þéttu hana aðeins, enda hefði verið leiðinlegt að eyða löngum tíma að fara á milli svæðanna.

Nákvæmnin sem hefur verið lögð um umhverfið, byggingar, farartæki ofl er á köflum virkilega flott og hjálpar til að draga mann inn í árið 1968 og þann heim sem sagan gerist í. Það er heitt og blautt þarna og sést það vel oft, það er flott að fara um fenjasvæðin og sjá breytinguna á umhverfinu og því dýralífi sem lifir þar.

Hljóðvinnan og tónlist leiksins er eitt af því besta við leikinn, raddleikurinn eins og áður hefur verið rætt er stórgóður og hjálpar talsvert í upplifun leiksins. Ég heyrði óvænt eina kunnulega rödd undir lok leiksins sem ég vissi ekki að væri í honum. Ég vill ekki spilla því, enn læt ykkur um að finna það í gegnum söguna.

Það eru 101 lag sem voru valin fyrir leikinn til að skapa þá stemningu sem tímabilið bauð uppá. Það er allt frá klassísku rokki, kántrý, soul, ryðma og blús ofl. Það eru þrjár útvarpsstöðvar sem er hægt að hlusta á, að auki má heyra tónlistina þegar er labbað um borgina og á vissum köflum sögunnar.

Flytjendur eins og; Jefferson Airplane, The Animals (hefði líklega verið glæpur ef The House of the Rising Sun væri ekki í leiknum), The Rolling Stones, Little Richards, The Beach Boys, Roger Miller, Misfits, Roy Orbison, Elvis Presley, Johnny Cash, Ramones, Patsy Cline, Creedence Clearwater Revival, Steppenwolf, Aretha Franklin og ég gæti haldið áfram. Hver sem sá um að setja saman tónlistarval leiksins á heiður skilið fyrir að ná almennt mjög flottu vali.

2k_mafia3_e3_bayou_drive

Það er gaman að keyra um að skella smá Creedence á tóninn

Spilun:

Leikurinn er þriðju persónu hasar leikur þar sem er hægt að hoppa í skjól í vissum hluta umhverfisins ásamt að nota “stealth” til að laumast um og drepa alla eða fara framhjá þeim að takmarkinu.

Hér erum við komin að kjarna leiksins og það sem ég hafði að setja út á vissum köflum. Mafia 2 var leikur í opnum heimi enn vandinn var að það var í raun ekkert að gera fyrir utan söguna. Mafia 3 bætir úr þessu með aukaverkefnum, að auki við þau sem þarf að gera til að ýta sögunni áfram.

Þegar er komið í hvert hverfi þá er talað við einhvern sem vísar manni á þá sem ráða yfir glæpastarfssemi svæðisins. Það eru tíu hverfi til að ná völdum í. Lincoln fer síðan í það að ræna, brjóta, skjóta og stinga hina ýmsu óvini með stórum hnífi áður enn hann snýr sér að þeim sem er handbendi Sal Marcone á svæðinu. Þegar hann hefur náð yfir visst svæði getur hann valið að láta Vito, Cassandre eða Burke yfir svæðið og í staðinn fá hluta af tekjum þeirra ásamt ýmsa bónusa í formi, vopna, faratækja, mannafla til að berjast með þér ofl. Mismunandi hverfi hafa hina ýmsu glæpastarfssemi frá fíkniefnum, vændi, sölu af þýfi ofl. Liðsforringjar þínir eru mishæfir að stjórna þessum svæðum, enn það er leiðinlegt að sjá að leikurinn tekur þetta ekkert lengra. T.d ef ég hefði látið Burke taka yfir eitthvað sem hann var ekki hæfur og hvaða afleiðinegar það hefði geta haft. Þú getur valið að láta eitt af þeim þess vegna öll svæðin, enn það mun leiða til deilna og síðar meira. Þetta er þó jákvætt að leikurinn leyfir manni aðeins að ákveða hvers konar glæpaforringi þú villt vera.

mafia3_sitdown

Að deila eða drottna?!?

Það er munur að kanna fátækari hverfi borgarinnar og fara í þau ríkari þar sem hvíta fólkið býr. Hvernig lögreglan bregst við þegar glæpir eru framdir, að auki kemur fólk öðruvísi við Lincoln, eftir hvar sem hann er staddur.

Stjórnun bílanna í leiknum var fín, það er á köflum erfitt, enn það er útaf hve stórir og þungir margir þeirra voru. Hægt er síðan að velja raunverulegri akstursmódel fyrir þá sem vilja meiri áskorun. Ein af nýjungum leiksins er hvernig þú átt við kortið og þegar þú villt fara vissa leið og hvernig hún er sett fram. Það er engin þörf að skoða kort leiksins í horninu þar sem littlir vegvísar koma upp á skjáinn og breytast eftir hvert þú ferð.

Það er ótal efni til að finna víðsvegar um leikinn eins og nektarblöð frá Playboy sem voru einnig í Mafia 2, kommonista áróðurs veggspjöld, málverk, plötur ofl. Ekkert af þessu er endilega nauðsynlegt enn getur verið gaman af stundum. Það eina sem er eitthvað meira vit í og það er hægt að hlera símstövar hverfanna til að fá meiri upplýsingar um hluti og óvini svæðisins.

Eitt sem mér fannst sárvanta í leikinn og það var einhver leið til að snögglega ferðast á milli hluta New Bordeux. Sum verkefnin voru oft frekar einföld og var þreytandi að þurfa að keyra frá part A til B og aftur til A eftir nokkra mín verkefni. Miðað við að hönnuðirnir höfðu þetta kerfi í leiknum og enga leið að ferðast snögglega var þetta pínu asnalegt.

Það hefði verið gaman að fá meiri valmöguleika yfir svæðum borgarinnar og kannski eyða eitthvað af þessum peningum sem maður var að vinna sér inn í bíla, byggingar, föt ofl.

81lpzpsieil-_sl1500_

Lincoln tekur yfir hina ýmsu glæpastarfssemi og sjaldan með að biðja fallega.

Ending og lokaorð:

Það mun líklega taka flesta um 20-35+ tíma að klára söguna og höggva undir veldi Sal Marcano og ná hefndum. Það er síðan að hægt að halda áfram að spila og reyna að klára það sem eftir var af aukaverkefnum leiksins.

Fyrir mér var saga leiksins og umhverfi og tónlistin sem stóð uppi, Lincoln var fín sögupersóna, enn það voru aukapersónurnar í kringum hann sem stóðu uppi. Ég var mjög hrifinn af leyniþjónustumanninum Donnovan sem hafði unnið með Clay í Víetnam og hjálpar honum í hefndarferð hans. Það var einnig gaman að sjá Vito á ný og fá meira af sögu hans.

Það voru nokkrir tæknilegir örðuleikar sem ég lennti í en ekkert stórkostlegt, ég hef þó heyrt af ýmsu frá öðrum. Mitt helsta var að að gervigreint andstæðinganna var á köflum skelfileg og var lítið mál að drepa óvin á meðan vinur hans stóð við hliðina eins og ekkert hefði gerst.

Það er ljóst að Hangar 13 einblýndu mest á söguna og tímabilið og á öðrum sviðum héldum meira að sér höndum og fóru öruggu leiðina. Það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í niðurhals efni leiksins (DLC) og Mafia 4 ef við fáum hann. Það er eitthvað þarna og verður gaman að sjá hvað gerist næst. Nýtt sögusvið og tímabil er eitthvað sem heillar mig talsvert.

Einkunn: 7,5 af 10 Mögulegum

Framleiðandi: Hangar 13, 2K Czech
Útgefandi:
 2K Games
Útgáfudagur: 07.10.2016
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á Xbox One og PC.

Heimasíða:  https://mafiagame.com

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.