Rockstar Games gefa til kynna næsta Red Dead leik?

cu5abbhw8aakgux

Fyrr í gærmorgun þá settu Rockstar Games netið næstum því á hliðina hjá mörgum með mynd af lógói fyrirtækisins í rauðu á samfélags aðgöngum þeira á Twitter og Facebook ásamt á heimasíðu þeirra. Eins og Rockstar er lagið þá hafa þeir ekki sagt í raun neitt né staðfest enn að tweeta þessu í gær:

Það tók ekki langan tíma fyrir að tweet-ið hafði fengið þúsundir af „likes“ og „retweets“. Í raun veit enginn hvað þetta þýðir og má búast við að pósthólf Rockstar hafi yfirflætt af fyrirspurnum fjölmiðla strax.

Það er ekki langt síðan að orðrómar voru ekki um að Rockstar myndi birta nýjan Red Dead leik á kynningu Sony af PlayStation Pro fyrr í Sept enn ekkert gerðist þar. Hvort að þetta sé hið sama eða annað er erfitt að segja. Stutt er síðan að Xbox 360 útgáfa Red Dead Redemption virkaði í „back-compat“ á Xbox One og PS4 fékk PS2 útgáfuna af Red Dead Revolver.

Það eru 6 ár síðan að RDR kom út og 12 síðan að leikurinn á undan kom út. Svo það er vel komin tími á nýjan leik. RDR er að okkar mati einn besti leikur síðustu kynslóðar og værum við meira enn til í nýjan leik í seríunni.

Við vonandi fáum að heyra eitthvað fljótlega og Rockstar Games hætta að stríða okkur svona.